Næring - ráðleggingar embættis landlæknis
Næring fullorðinna
Fræðslu- og námsefni um næringu og mataræði fyrir fullorðna, meðal annars:
Allar helstu upplýsingar um næringu má finna á vef Heilsuveru.
Opinberar ráðleggingar um mataræði
Holl og fjölbreytt fæða er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Hvatt er til þess að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og velja fyrst og fremst matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúrunnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, gróft kornmeti, belgjurtir, jurtaolíu, fituminni mjólkurvörur, fisk, þorskalýsi, magurt kjöt og fleira.
Jafnvægi milli næringarefna er mikilvægt og það verður best tryggt með fjölbreyttu og hollu fæði. Fæðubótarefni eru oftast óþörf en Íslendingar, eins og aðrir sem búa á norðlægum slóðum, þurfa að taka D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort lýsi eða D-vítamíntöflur. Jafnframt er konum sem geta orðið barnshafandi ráðlagt að taka fólattöflu daglega. Hér á síðunni eru nánari ráðleggingar um mataræði og næringarefni fyrir fullorðna.
Mataræði á meðgöngu. Bæklingurinn er til á nokkrum tungumálum.
Ráðleggingar um mataræði eru fyrir fullorðna og börn frá 2 ára aldri og þar má finna fjölbreyttar upplýsingar og ráð er varða hollan mat. Í ráðleggingunum er lögð áhersla á mataræðið í heild sinni frekar en einstök næringarefni, að fólk borði fjölbreyttan mat í hæfilegu magni, hafi reglu á máltíðum og njóti þess að borða. Góðar ábendingar eru um hvernig hægt er að fylgja þeim á auðveldan hátt frá degi til dags. Það þarf ekki að vera flókið að borða hollt.
Á vef embættisins má einnig finna upplýsingar um:
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis