Fara beint í efnið

Fyrsta ár í lífi barna einkennist af örum vexti og þroska. Næringin fyrsta aldursárið er því mjög mikilvæg og leggur grunninn að fæðuvenjum barnsins síðar meir.

Í bæklingnum Næring ungbarna eru leiðbeiningar fyrir foreldra um fæðuval fyrir barnið fyrsta árið. Þar er einnig að finna nokkrar uppskriftir að hentugum réttum fyrir barnið og ýmis góð ráð.

Embætti landlæknis og þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hafa birt uppfærðar ráðleggingar um næringu ungbarna fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Í bæklingnum Ráðleggingar um næringu barna - fyrir dagforeldra og starfsfólk ungbarnaleikskóla er að finna ráðleggingar um næringu barna að tveggja ára aldri og er hann einkum ætlaður dagforeldrum og starfsfólki ungbarnaleikskóla en nýtist einnig foreldrum.

Bæklingurinn fyrir dagforeldra er einnig gefinn út á fimm erlendum tungumálum: ensku, pólsku, rússnesku, spænsku og taílensku.

Spurningar og svör um næringu ungbarna

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis