Grænkerafæði (vegan mataræði) - leiðbeiningar
Grænkerafæði (vegan mataræði) fyrir börn frá fæðingu að 6 ára aldri
Næring fyrstu aldursárin leggur grunninn að fæðuvenjum barnsins. Þótt barnið þurfi fyrst í stað sérstaka fæðu kemur fljótt að því að það geti borðað það sama og aðrir á heimilinu, með örlitlum frávikum. Mikilvægt er að maturinn sé hollur og fjölbreyttur.
Grænkerafæði (vegan mataræði) byggir eingöngu á mat úr jurtaríkinu. Fjölbreytt grænkerafæði getur uppfyllt þarfir ungra barna ef það er vel samsett og veitir næga orku, vítamín og steinefni.
Leiðbeiningar um grænkerafæði (vegan mataræði) fyrir börn frá fæðingu að 6 ára aldri veita foreldrum/forsjáraðilum sem kjósa grænkerafæði fyrir barnið sitt stuðning við fæðuval en auk þess er mikilvægt að kynna sér:
Almennar ráðleggingar um næringu ungbarna 0-12 mánaða
Ráðleggingar um næringu barna 1-2 ára
Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá 2 ára aldri
Þar sem fæðuval er einstaklingsbundið og breytileiki í næringarinnihaldi matvara mikill er hvatt til að fá frekari aðstoð um fæðuval og val á bætiefnum hjá næringarfræðingi/næringarráðgjafa.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis