Fara beint í efnið

Grænkerafæði (vegan mataræði) - leiðbeiningar

Grænkerafæði (vegan mataræði) á meðgöngu og við brjóstagjöf

Góð næring á meðgöngu er mikilvæg fyrir vöxt og þroska barns í móðurkviði og stuðlar að heilbrigði þess síðar á ævinni. Hún er þó ekki síður mikilvæg fyrir vellíðan og heilsu konunnar sjálfrar á meðgöngunni. Mataræði móður sem er með barn á brjósti getur einnig haft áhrif á næringargildi brjóstamjólkur, bragð hennar og lykt.

Grænkerafæði (vegan mataræði) byggir eingöngu á mat úr jurtaríkinu og sneytt er hjá öllum mat úr dýraríkinu (kjöt, fiskur, egg og mjólkurvörur). Fjölbreytt grænkerafæði getur uppfyllt þarfir kvenna á meðgöngu og kvenna með börn á brjósti ef það er vel samsett og veitir næga orku, vítamín og steinefni.


Þjónustuaðili

Embætti land­læknis