Fara beint í efnið

Fræðslu- og námsefni um næringu og mataræði fyrir ungt fólk, meðal annars:

Allar helstu upplýsingar um næringu má finna á vef Heilsuveru.

Opinberar ráðleggingar um mataræði

Mikilvægt er að unglingar og ungt fólk borði reglulega og hæfilega mikið af fjölbreyttum og hollum mat. Á unglingsárunum er sjálfstæðið í fæðuvali orðið nokkuð mikið. Mikilvægt er fyrir foreldra að styðja við hollar matarvenjur hjá unglingunum. Unglingsárin eru sá tími þegar gott er að temja sér hollan lífsstíl því það eykur líkur á hollari lifnaðarháttum á fullorðinsárunum.

Ráðleggingar um mataræði eru fyrir fullorðna og börn frá 2 ára aldri og þar má finna fjölbreyttar upplýsingar og ráð er varða hollan mat. Í ráðleggingunum er lögð áhersla á mataræðið í heild sinni frekar en einstök næringarefni, að fólk borði fjölbreyttan mat í hæfilegu magni, hafi reglu á máltíðum og njóti þess að borða. Góðar ábendingar eru um hvernig hægt er að fylgja þeim á auðveldan hátt frá degi til dags. Það þarf ekki að vera flókið að borða hollt.

Á vef embættisins má einnig finna upplýsingar um:

Heilsueflandi framhaldsskóli

Heilsueflandi framhaldsskóli styður skóla í markvissu heilsueflingarstarfi. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Æskilegt er að grunn- og framhaldsskólar bjóði upp á heilnæmt fæði í samræmi við ráðleggingar embættis landlæknis. Stuðlað sé að því að holla valið sé auðvelda valið (aðgengi, verð, framboð) með því að auka aðgengi að hollum mat og takmarka framboð á óhollustu.

Sérstaklega má benda á að bæta aðgengi að grænmeti, ávöxtum, heilkornavörum og köldu drykkjarvatni og draga úr framboði á orkudrykkjum, gosdrykkjum, sælgæti og snakki sem ekki á að selja innan veggja heilsueflandi skóla.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis