Fara beint í efnið

Heilbrigðismál

Heilsueflandi leikskóli

Þátttaka í þróunarstarfinu Heilsueflandi leikskóli felur í sér að innleiða í allt starfið, heilbrigði og velferð, sem teljast til grunnþátta menntunar. Leikskólinn tilnefnir tengilið við Embætti landlæknis, skipar stýrihóp sem er ábyrgur fyrir framgangi starfsins og því
að Heilsueflandi leikskóli fái sess í námskrá skólans.

Samsetning stýrihóps skal endurspegla skólasamfélagið. Þar geta setið skólastjórnendur, leikskólakennarar, annað starfsfólk, foreldrar og fulltrúar frá nærsamfélaginu. Áhersla er lögð á að börnin taki virkan þátt í heilsueflingarstarfinu.

Umsókn um heilsueflandi leikskóla

Þjónustuaðili

Embætti Land­læknis