Heilsueflandi vinnustaður
Heilsueflandi vinnustaður hefur það að markmiði að stuðla að góðri heilsu og vellíðan starfsfólks og er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsfólks og samfélagsins alls.
Heilsueflandi vinnustaður er samstarfsverkefni embættis landlæknis, VIRK og Vinnueftirlitsins en öllum vinnustöðum landsins stendur til boða að verða heilsueflandi vinnustaðir.
Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á vefsíðu Heilsueflandi vinnustaða.
Hafðu samband: hvinn@landlaeknir.is
Gátlistar Heilsueflandi vinnustaða eru:
Bætt heilsa og líðan starfsfólks
Flest verjum við um helmingi vökutímans í vinnunni alla virka daga. Það er því mikilvægt að vinnustaðir bjóði upp á heilbrigt vinnuumhverfi og stuðli að heilsueflingu og vellíðan almennt. Vinna er góð fyrir andlega og líkamlega heilsu en neikvætt vinnuumhverfi getur leitt til líkamlegs og andlegs heilsufarsvanda og jafnvel brotthvarfs af vinnumarkaði.
Ávinningur vinnustaðarins
minni kostnaður vegna fjarvista starfsfólks
minni líkur á veikindadögum og slysum meðal starfsfólks
aukin framleiðni
minni starfsmannavelta
aukin nýsköpun
bætt ímynd
eftirsóknarverðari vinnustaður
Heilsuefling á vinnustöðum er því góð fjárfesting í mannauði.
Ávinningur starfsfólks
bætt heilsa
aukin vellíðan
minni líkur á slysum og sjúkdómum
aukin starfsgeta og jafnvel lengri starfsævi
Ef vel er staðið að innleiðingu heilsueflingar er hún líkleg til að skila ávinningi fyrir vinnustaði, starfsfólk, fjölskyldur starfsfólks og þjóðfélagið í heild. Mikilvægt er að á sem flestum vinnustöðum sé heilsuefling sjálfsagður þáttur í stefnu vinnustaðarins og unnið sé markvisst að henni.
Tengt efni
Tengdir vefir
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis