Heilsueflandi bekkur
-Í VINNSLU
Heilsueflandi bekkur er verkefni með jákvæðri nálgun sem styður við heilsuhegðun nemenda í 7.-9. bekk. Verkefnið beinir sjónum að þáttum sem auka vellíðan og efla nemendur að takast á við áskoranir í lífinu. Markmið verkefnisins er m.a. að auka seiglu, félagsfærni og tilfinningastjórnun. Lagt er upp með jákvæða nálgun forvarna og heilsueflingar með því að benda á aðferðir og hollara val.
Nemendur fræðast um vellíðan og taka þátt í að velja sér verkefni til að vinna með og setja sér persónuleg markmið ásamt bekkjarfélögum sínum.
Forveri þessa verkefnis er Tóbakslaus bekkur sem fékk mikla þátttöku á landsvísu þar sem unnin voru frábær verkefni þar sem sjónum var frekar beint að neikvæðum hliðum tóbaksnotkunar.
Þjónustuaðili
Embætti landlæknis