Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilsueflandi efri ár

Heilsa og vellíðan alla ævi - líka á efri árum

Á efri árum er góð heilsa og vellíðan mikilvæg.

Líkamleg, andleg og félagsleg heilsa mótast af þáttum sem tengjast bæði einstaklingnum sjálfum og því samfélagi sem hann býr í.

Embætti landlæknis styður við heilsueflingu eldra fólks með margvíslegum hætti, meðal annars með leiðbeinandi gátlista fyrir Heilsueflandi samfélög. Slíkt verkfæri getur nýst við að skapa umhverfi og aðstæður sem styðja við heilbrigðan og virkan lífsstíl.

Aldur, heilsufarssaga eða sjúkdómar þurfa ekki að takmarka möguleikann á aukinni vellíðan. Það er aldrei of seint að efla heilsu, aukafærni og bæta lífsgæði. Nægur svefn, fjölbreytt og hollt mataræði, reglubundin hreyfing, minni kyrrseta og sterk félagsleg tengsl hefur allt jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan á efri árum.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis