Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna sjúkraþjálfunar

Heimaþjónusta sjúkraþjálfara

Heimasjúkraþjálfun er nauðsynleg meðferð fyrir einstakling sem er þannig líkamlega á sig kominn að hann kemst ekki í meðferð á stofu. Sjúkraþjálfari sækir fyrirfram um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði.

Sjúklingur greiðir sama gjald fyrir heimasjúkraþjálfun og vegna sjúkraþjálfunar á stofu.

Sjúkratryggingum er heimilt að fella niður gjald sjúklings ef um er að ræða mjög alvarlegt sjúkdómsástand.
Dæmi um alvarlegt sjúkdómsástand:

  • Krabbamein

  • Parkinsons sjúkdómur á lokastigi

  • Mjög alvarleg fötlun

Samningar Sjúkratrygginga við sjúkraþjálfara hafa verið lausir frá febrúar 2020 og því má gera ráð fyrir aukgjaldi/komugjaldi sem telur ekki inn í greiðsluþátttöku.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar