Fara beint í efnið

Einmanaleiki - Félagsleg einangrun

Á þessari síðu

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur skilgreint Félagslega einangrun sem lýðheilsuvanda til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis, offitu og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu. Félagsleg einangrun er líka mun algengari en fólk grunar.

  • Félagsleg einangrun eykur líkur á hjarta og æðasjúkdómum.

  • Félagsleg einangrun eykur líkur á heilabilun.

  • Einn af hverjum þrem fullorðinna er félagslega einangraður.

  • Félagsleg einangrun eykur líkur á þunglyndi og kvíða.

  • Félagsleg einangrun eykur líkur á ótímabærum dauða.

  • Vissir þú að þú getur hjálpað?

Algengur misskilningur um félagslega einangrun

Við sjálf

Fyrsti varnarveggurinn gagnvart félagslegri einangrun erum við sjálf. Að vera meðvituð um eigin líðan, félagslega stöðu og heilsu og taka virka ábyrgð á að bæta stöðuna er lykilatriði í því að fyrirbyggja og takast á við félagslega einangrun.

  • Hefurðu nýlega flutt á nýjan stað þar sem þú þekkir fáa? Hefurðu nýlega misst einhvern nákominn? Hefurðu nýlega misst vinnuna eða látið af störfum vegna aldurs eða veikinda?

  • Hefurðu skerta heyrn eða hefur hún versnað undanfarið?

  • Býrðu við færniskerðingu sem hamlar þér í daglegu lífi?

  • Hefurðu sjúkdóm sem þér finnst vandræðalegt að ræða við aðra?

  • Áttu erfitt með að hefja samskipti við fólk sem þú þekkir lítið?

Hafir þú svarað einhverri þessara spurninga játandi er aukin hætta á félagslegri einangrun. Því fleiri spurningar sem passa við þig, því meiri er hættan.

Það þýðir þó ekki að allir sem svara þessum spurningum játandi einangrist, það þýðir bara að við þurfum að passa enn betur upp á tengsl okkar við annað fólk og jafnvel grípa til aðgerða til að sporna við einangrun.

Hér á eftir er fjallað meira um hvern þessara þátta og möguleg viðbrögð.

Hvað get ég gert?

Mikilvægt er að taka stjórnina á eigin lífi, þó það geti verið erfitt. Til eru leiðir sem auka og auðvelda félagsleg samskipti.  

Ráð sem auðvelda samskipti

Það hvernig við sjáum okkur sjálf hefur mikil áhrif á það af hversu miklu öryggi við nálgumst samskipti við annað fólk. Ef við höfum hugmynd um að öðrum finnist við leiðinleg, skrítin eða uppáþrengjandi er ólíklegra að við eigum upphaf að nýjum samskiptum.

Feimni eða félagskvíði getur ýtt undir og viðhaldið félagslegri einangrun.

Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga ef þú upplifir félagskvíða eða mikla feimni:

Aðstandendur og nærsamfélag

Hvort sem við erum fjölskylda, nágrannar, vinir eða aðrir aðstandendur, er eðlilegt að finna til ábyrgðar og vilja hjálpa fólkinu í kringum okkur. Aðstandendur eru í bestu stöðunni til að styðja við fólk sem er í áhættu á að einangrast félagslega eða að hjálpa þeim sem hafa þegar einangrast. Það er til mikils að vinna að grípa inn í eins fljótt og mögulegt er.

Hér koma ýmsar hagnýtar upplýsingar, sem gagnast þeim sem vilja styðja við aðstandendur sem eru að einangrast félagslega. Á Heilsuveru eru einnig gagnleg ráð til að draga úr einsemd

Verum vakandi

Hvað getum við gert?

Mikilvægt að hafa í huga