Greiðsluþátttökukerfi lyfja
Lyf sem Sjúkratryggingar taka þátt í að niðurgreiða
Öll lyf sem Sjúkratryggingar taka þátt í að greiða (þar með talin lyf sem einstaklingur hefur fengið samþykkt lyfjaskírteini fyrir) falla inn í greiðsluþrepin. Þau lyf sem Sjúkratryggingar taka ekki þátt í að greiða, falla utan greiðsluþrepanna. Hægt er að sjá hvaða lyf eru með greiðsluþátttöku með því að skoða lyfjaverðskránna.
Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga miðast við viðmiðunarverð lyfsins, sé það til staðar (sjá dálk lengst til hægri í verðskránni). Viðmiðunarverð er lægsta hámarksverð samheitalyfja. Ef viðmiðunarverð er lægra en verð lyfs sem einstaklingur kaupir greiðir einstaklingurinn mismuninn. Sá kostnaður fellur ekki undir greiðsluþrep.
Lyfjastofnun tekur ákvörðun um hvaða lyf Sjúkratryggingar taka þátt í að niðurgreiða.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar