Fara beint í efnið

Verðin í dæminu eru miðað við einstakling sem greiðir lægra gjald það er:

  • Aldraðir 67 ára og eldri

  • Örorkulífeyrisþegar

  • Börn og ungmenni yngri en 22 ára.

Einstaklingur kaupir lyf með greiðsluþátttöku í fyrsta skiptið í upphafi nýs tímabils þar sem heildarverð lyfjanna er 50.500 krónur.

Einstaklingur greiðir þá fyrstu 11.000 krónurnar og síðan 15% af þeim hluta sem eftir er það er 50.500 – 11.000 = 39.500 og svo 15% af þeim hluta sem er þá 5.925 krónur.

Samtals verður þetta þá 11.000 + 5.925 = 16.925 krónur sem einstaklingur greiðir.

Við næstu lyfjakaup sem eru innan 12 mánaða frá fyrstu lyfjakaupum í nýju tímabili eru keypt lyf með greiðsluþátttöku sem kostar 15.000 krónur. Einstaklingur greiðir þá að hluta 15% eða þar til hann hefur greitt 17.900 krónur frá fyrstu lyfjakaupum.

Eftir það greiðir einstaklingur 7,5% af verði lyfjanna þar til hann hefur greitt 41.000 krónur en eftir það greiða Sjúkratryggingar 100% af greiðsluþátttökuverði lyfjanna út tímabilið.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar