Greiðsluþátttökukerfi lyfja
Greiðsluþrep lyfjakaupa
Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingurinn lyf að fullu, í öðru þrepi greiðir hann 15% af verði lyfja og í þriðja þrepi greiðir hann 7,5%. Þegar lyfjakostnaður hefur náð ákveðnu hámarki fær hann lyf að fullu greidd af Sjúkratryggingum það sem eftir er af tímabilinu.
Breyting á þrepunum tók gildi 1. apríl 2022.
Greiðsluþátttaka almenn:
Þrep: einstaklingur greiðir 100% upp að 22.000 krónum
Þrep: einstaklingur greiðir 15% af verði lyfja upp að 31.750 krónum
Þrep: einstaklingur greiðir 7,5% af verði lyfja upp að 62.000 krónum
Hámarksgreiðsla einstaklings er 62.000 krónur á 12 mánaðartímabili.
Aldraðir 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, börn og ungmenni yngri en 22 ára
Þrep: einstaklingur greiðir 100% upp að 11.000 krónum
Þrep: einstaklingur greiðir 15% af verði lyfja upp að 17.900 krónum
Þrep: einstaklingur greiðir 7,5% af verði lyfja upp að 41.000 krónum
Hámarksgreiðsla einstaklings er 41.000 krónur á 12 mánaðartímabili.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar