Greiðsluþátttökukerfi lyfja
Reiknaðu út þinn lyfjakostnað í lyfjareiknivél
Með lyfjareiknivélinni er hægt að reikna út áætlaðan lyfjakostnað miðað við innslegnar forsendur. Lyfjakostnaður miðast við þrepastöðu einstaklinga á hverju 12 mánaða tímabili og skiptir þá máli hversu mikið einstaklingar hafa greitt fyrir lyf á tímabilinu áður en lyfjakaup fara fram.
Fyrirvarar á niðurstöðu reiknivélar
Niðurstöður reiknivélar sýna áætlaðan lyfjakostnað út frá þeim forsendum sem eru innslegnar. Reiknivélin er hugsuð til leiðbeiningar um hvernig lyfjakostnaður getur orðið í nýju kerfi og niðurstöður því ekki bindandi.
Lyf sem ekki eru með greiðsluþátttöku sjúkratrygginga falla ekki inn í greiðsluþrepin. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga miðast við viðmiðunarverð, velji einstaklingur dýrara lyf greiðir hann mismuninn sem reiknast þá ekki inn í greiðsluþrepin, nema fyrir liggi lyfjaskírteini sem staðfestir annað. Reiknivélin gerir ekki ráð fyrir kostnaði sem fer umfram þetta viðmiðunarverð.
Í niðurstöðum sem koma fram í „Niðurstöður“ geta verið frávik um nokkrar krónur til eða frá.
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar