Fara beint í efnið

Efni og efnahættur

Á þessari síðu

Hættuleg efni

Hættuleg efni eru skilgreind út frá eðli sínu og þeirri hættu sem þau valda eða geta valdið. Til að teljast hættuleg þurfa þau að uppfylla skilyrði í reglugerð um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna (CLP reglugerð). Í henni er ítarlega farið yfir hvaða eiginleikar efna valda því að þau teljast til dæmis ætandi. Hættuleg efni eiga að vera merkt sérstaklega.

Geislavirk efni falla ekki undir fyrrnefnda reglugerð. Sérstök lög, sem eru á forræði Geislavarna ríkisins, fjalla um notkun og merkingar geislavirkra efna.

Flokkar hættulegra efna

Merking hættulegra efna

Umbúðir hættulegra efna eiga samkvæmt reglugerð að vera merktar með hættumerkjum sem gefa til kynna hvaða hættur stafa af efnunum. Þetta eru svokölluð GHS merki, en nánar er fjallað um þau í bæklingnum Hættuleg efni á vinnustað.

Hættuleg efni á vinnustað

Öryggisblöð

Hættumerktum efnum eiga að fylgja öryggisblöð (Safety Data Sheets (SDS)). Öryggisblöð eru upplýsingablöð í sextán liðum þar sem fjallað er um hættur, forvarnir, persónuhlífar og fleira, sem á við um viðkomandi efni.

Umgengni við hættuleg efni

Efni geta verið sprengifim, eldfim, eldnærandi, geislavirk, eitruð, ertandi, ætandi og umhverfisspillandi. Þau geta verið lofttegundir undir þrýstingi, eða haft áhrif sem koma fram seinna. Þá geta mismunandi hættur fylgt sama efni og getur sama efni verið eldfimt, ætandi og heilsuskaðlegt.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið