Asbest var notað sem brunavarnarefni, hitaeinangrun og við iðnað. Hættulegt heilsu er að vinna með asbest og er notkun þess bönnuð á Evrópska efnahagssvæðinu.
Eingöngu þau sem hafa réttindi og þekkingu til að vinna með asbest mega vinna við byggingar, vélar og báta sem innihalda asbest.
Vinnueftirlitið heldur reglulega réttindanámskeið fyrir þau sem vinna við niðurrif á asbesti og afgreiðir umsóknir um heimild til að vinna með asbest.
Asbesttrefjar geta losnað úr öllum varningi sem inniheldur efnið og myndað asbestryk. Líkur á rykmyndun aukast við það að varan skemmist, og hve mikið af asbesttrefjum eru í efninu og hve auðveldlega þær losna og rykast upp.
Asbestþræðir geta svifið um í loftinu sem ryk í marga sólarhringa og geta borist inn í líkama fólks með innöndun.
Sumir þræðir eru nógu smáir og grannir til að berast niður í lungnablöðrurnar.
Asbests þolir tilraunir ónæmiskerfisins til að eyða því og þegar asbest er komið inn í líkamann, eyðist það ekki.
Innöndun á asbestryki getur valdið sjúkdómum sem hafa langan meðgöngutíma og koma oft ekki fram fyrr en eftir 15–40 ár.
Krabbameinsvaldur
Allar tegundir af asbesti hafa verið skilgreindar sem krabbameinsvaldandi og eykur vinna með asbesti líkurnar á mörgum gerðum krabbameins og sjúkdómum eins og:
Bólgur í lungum
Fleiðruþykkildi
Steinlungu /asbestosis
Lungnakrabbamein
Fleiðruþekjuæxli/ mesóþelíóma
Æxli í koki og maga/þörmum
Aðrir asbesttengdir sjúkdómar
Hafa ber í huga að sennilega er einn asbestþráður nægjanlegur til að valda skaða en tilraunir á músum hafa bent til þess.
Vinnuveitendur hafa skyldur varðandi heilsufarseftirlit með starfsfólki sem vinnur við asbest og verður að liggja fyrir mat á heilsufari allra starfsmanna áður en undanþága er veitt.
Í mati þessu skal felast:
Sérstök brjóstholsskoðun.
Nýtt mat verður að liggja fyrir að minnsta kosti þriðja hvert ár á meðan starfsmenn vinna með asbest.
Halda skal skýrslur um heilsufar einstaklinga í samræmi við lög og reglur.
Veikindi af völdum asbests eru tilkynningarskyld til Vinnueftirlitsins en þau eru skráð í atvinnusjúkdómaskrá. Það er á ábyrgð lækna að sjá um tilkynninguna.
Innöndun á asbestmenguðu lofti felur í sér hættu á sjúklegum breytingum í lungum. Því eru sett mengunarmörk fyrir asbest.
Þó að mengun mælist undir mörkum á asbestvinnustað þarf alltaf að klæðast hlífðarbúnaði.
Ekki er hægt að skilgreina örugg lágmarksviðmið vegna asbestmengunar og því ber að koma í veg fyrir alla mengun frá asbesti.
Hús sem byggð voru á árunum 1950-1980 eru líklegust á að hafi asbest í byggingarefnum sínum. Iðnaðar- og verkamenn sem vinna við viðhald og niðurrif gamalla húsa, fást því í auknum mæli við asbest í starfi sínu. Þetta er að mörgu leyti óheppilegt því að á sama tíma og asbestverkum fjölgar, fækkar þeim sem unnu við að setja asbest í hús upphaflega og því hefur þekking á eiginleikum og umfangi asbests tapast. Einnig var mikið notað af asbesti í vélarrúmum skipa áður fyrr, bæði sem eldvarnarefni og í vélarhluta, pakkningar og annað sem mikið mæddi á.
Hvar finnst asbest?
Asbest og vörur sem innihalda asbest voru notaðar sem eldvarnarefni, hitaeinangrun, hljóðeinangrun og fleira í mörgum byggingum sem voru byggðar fyrir 1980. Talið er að í kringum 1970 hafi verið til um þrjú þúsund mismunandi vörutegundir sem innihéldu asbest í einhverju magni sem viðbótarefni vegna hitaþols-, einangrunar- og viðloðunareiginleika þess.
Byggingarvörur:
asbestsement
hitaeinangrun/lagnir
röraeinangrun/stokkar
eldvarnarefni
asbestsementsrör
þilplötur
spartl
þakplötur
kítti o.fl.
Vefnaðarvörur:
eldþolinn klæðnaður
eldvarnarmottur
fortjöld o.fl.
Bílavörur:
hemlaborðar
ryðvarnarefni
kúplingsdiskar
þéttingar
Plastvörur:
styrkiefni í plasti, gólfflísum og dúkum
fylliefni í ýmsum gúmmívarningi
Matvæla- og lyfjavörur:
síur fyrir örverur
Vörur til skipasmíða:
eldþolið einangrunarefni
hitaeinangrun í vélarrúmi
Fyrir 1955 | 1955-1972 | 1973-1980 | 1981-1990 | |
---|---|---|---|---|
Stofur og herbergi: | ||||
Röraeingangrun | Sjaldgæft | Sjaldgæft | ||
Veggir (plötur) | Sjaldgæft | Sjaldgæft | ||
Loft (plötur) | Sjaldgæft | Sjaldgæft | ||
Baðherbergi: | ||||
Röraeingangrun | Sjaldgæft | Sjaldgæft | Sjaldgæft | |
Gólf (vínyl) | Sjaldgæft | Algengt | ||
Mosaíkgólf (flísalím) | Algengt | Algengt | ||
Flísar (flísalím) | Algengt | |||
Eldhús: | ||||
Röraeingangrun | Algengt | Algengt | ||
Gólf (vínyldúkur) | Algengt | Algengt | Algengt | |
Flísar (flísalím) | Algengt | Algengt | ||
Kjallari: | ||||
Röraeinangrun | Algengt | Algengt | ||
Kyndiklefar: | ||||
Katlar (pakningar) | Algengt | Algengt | Algengt | |
Þakefni: | ||||
Þak (eternitskífur) | Sjaldgæft | Sjaldgæft | Sjaldgæft | Sjaldgæft |
Þak (eternitbáruplötur) | Sjaldgæft | Algengt | Algengt | Sjaldgæft |
Þakpappi | Sjaldgæft | Sjaldgæft |
Asbestþræðir eru oft gráir og þráðlaga og má í sumum tilfellum líta á það sem vísbendingu um að asbest finnist í efninu ef hægt er að koma auga á slíka þræði.
Oftast er ómögulegt að greina með fullri vissu hvort byggingarefni eða vélahlutur inniheldur asbest eða ekki. Þegar kemur að húsum er stundum hægt að:
Athuga sögu hússins, tala við fyrri eigendur eða einhvern sem kom að byggingu hússins.
Athuga hvort einhver gögn séu til um hvort asbest hafi verið notað sem byggingarefni eða finnist einhvers staðar í húsinu.
Taka sýni úr því byggingarefni sem grunur leikur á að innihaldi asbest, með því að brjóta varlega smástykki af meintu asbesti, setja það í plastpoka og loka vel. Sýninu er svo komið í greiningu hjá viðurkenndum fagaðila í asbestgreiningu sem greinir það með smásjárskoðun. Þetta er hvorki tímafrekt (1-3 dagar) né dýrt ferli.
Ef í ljós kemur að sýnið inniheldur asbest þá þarf að sækja um undanþágu fyrir verkinu en ef ekkert asbest finnst er hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Til eru margar mismunandi gerðir af trefjum, bæði náttúrulegum og manngerðum, og hefur ákveðinn hluti þeirra eiginleika sem minna á eiginleika asbests og geta því komið í stað þess. Töluverðar rannsóknir eru stundaðar til að meta þá hættu sem gæti stafað af þessum þráðum.
Í tengslum við svokallaða öreindatækni hafa menn þróað ýmsar gerðir grafít- og kolatrefja sem eru manngerðir ólífrænir trefjaþræðir sem oft eru blandaðir málmum. Ákveðnir þræðir með svipaða lögun og asbest geta leitt til krabbameina eins og asbest og er þess vegna fylgst sérlega með þróun á þessu sviði.
Til eru margar gerðir af gler- og steinullarþráðum sem eru aðallega notuð í hljóð- og varmaeinangrun. Ýmis óþægindi geta komið fram vegna vinnu við slík efni en ekki er vitað um langvinnandi heilsutjón.
Einvörðungu þeir sem hafa þekkingu og réttindi til verksins mega fjarlægja asbest úr byggingum eða af öðrum stöðum.
Vinnueftirlitið heldur reglulega réttindanámskeið fyrir þá sem vinna við niðurrif á asbesti ásamt því að afgreiða umsóknir um heimild til að vinna með asbest.
Þegar fjarlægja þarf asbest getur verið mismunandi í hvaða tegund og formi asbestið er. Haga þarf vinnunni með það að markmiði, að tryggja að mengun verði sem minnst og viðhafa vinnubrögð í samræmi við reglugerð um bann við notkun asbests á vinnustöðum.
Starfsfólk sem vinnur við asbestniðurrif á að nota persónuhlífar, þar með talið öndundargrímu.
Merkja ber greinilega þá staði þar sem unnið er við niðurrif á asbesti.
Þegar búið er að taka niður asbest þá skal asbestryki og úrgangi sem inniheldur asbest, komið fyrir og geymt í þéttum, merktum, lokuðum ílátum og þannig flutt til förgunar.
Asbesti þarf að farga í samráði við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga.
Asbest á að geyma í lokuðum gámum þar til því er komið til förgunuar. Oft útvegar urðunarþjónusta í viðkomandi sveitarfélagi sérstaka lokaða gáma undir asbest.
Mikilvægt er að urðunarþjónustan viti að um asbest sé að ræða og það sé einungis urðað á sérstökum merktum stöðum.
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið