Tilkynning um stórslysavarnir vegna hættulegra efna
Stórslys er stjórnlaus atburðarás í meðferð efna svo sem leki, eldsvoði eða sprenging sem hefur í för með sér alvarlega hættu fyrir heilsu manna og/eða umhverfið.
Fyrirtæki sem nota mikið magn hættulegra efna þurfa að gera áætlun um stórslysavarnir.
Einnig þurfa fyrirtæki að hafa öryggisstjórnkerfi þar sem fylgst er stöðugt og kerfisbundið með hættum og hættulegum efnum á starfsstöðinni.
Gerð áætlunar um stórslysavarnir
Áætlun skal vera skrifleg og kröfur sem gerðar eru í henni vera í samræmi við umfang stórslysahættu sem starfsstöð fylgir. Meðal annars þarf að tiltaka:
almenn markmið og meginreglur rekstraraðila í sambandi við aðgerðir gegn stórslysahættum
hlutverk og ábyrgð stjórnenda
skuldbindingar um stöðugar endurbætur á vörnum gegn stórslysahættu
hvernig tryggja megi mikla vernd fyrir heilbrigði manna og umhverfis
upplýsingar um öryggsstjórnunarkerfi
Viðbragðsáætlun og aðgangur almennings að upplýsingum
öryggisráðstafanir og grenndarkynning
Upplýsingar um gerð áætlunar um stórslysavarnir
er að finna í:
Þjónustuaðili
Vinnueftirlitið