Fara beint í efnið

Efni og efnahættur

Stórslysavarnir

Stórslys er stjórnlaus atburðarás í meðferð efna svo sem leki, eldsvoði eða sprenging sem hefur í för með sér alvarlega hættu fyrir heilsu manna og/eða umhverfið. Þá er bæði átt við innan og utan starfsstöðvar þar sem efnin eru geymd eða notuð.

Magn hættulegra efna

Fyrirtæki sem nota mikið magn hættulegra efna þurfa að gera áætlun um stórslysavarnir og hafa öryggisstjórnkerfi þar sem fylgst er stöðugt og kerfisbundið með hættum og hættulegum efnum á starfsstöðinni. Starfsstöðvar eru flokkaðar í lægri eða hærri mörk eftir eðli og magni efna. Dæmi um starfsstöð sem geymir fljótandi própan gas:

  • Ef magnið er yfir 50 tonn en minna en 200 tonn flokkast starfsstöðin í lægri mörk.

  • Ef magnið fer yfir 200 tonn flokkast hún í hærri mörk.

Lægri mörk geta verið allt niður í 200 kg ef efnin eru þess eðlis.

Ef nokkur efni eru til staðar sem hvert um sig er undir lægri mörkum, er magnið lagt saman samkvæmt tiltekinni reglu og ef samanlagt magn nær ákveðnum mörkum heyrir starfsstöðin undir reglugerð um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna.

Fyrirtæki og starfsstöðvar í hærri mörkum

Meiri kröfur eru um eftirlit og upplýsingagjöf fyrirtækja og starfsstöðva í hærri mörkum. Þau þurfa einnig að gera neyðaráætlun fyrir svæðið og halda grenndarkynningar.

  • Eldfim efni geta valdið eldsvoðum sem breiðast út fyrir starfsstöðvar.

  • Sprengifim efni geta eyðilagt stór svæði og valdið manntjóni.

  • Eiturefni sem komast úr geymslustað sínum geta valdið fólki tjóni og umhverfisskaða löngu eftir lekann.

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439