Fara beint í efnið
Vinnueftirlitið Forsíða
Vinnueftirlitið Forsíða

Vinnueftirlitið

Notkun sprengiefna

Efnisyfirlit

Réttindi að loknu námskeiði

Til að öðlast leyfi lögreglustjóra til að fara með sprengiefni og annast sprengingar þarf að ljúka þessu bóklegu námskeiði. Að því loknu er tekið verklegt próf í meðferð sprengiefna og sprengingavinnu.

Um námskeiðið

Hvenær er námskeiðið kennt?

Námskeiðið er haldið einu sinni á ári, á vorin.

Athugið að fjöldi þátttakanda er takmarkaður. Námskeiðið er eingöngu haldið ef næg þátttaka fæst.

Skipulag náms

Um er að ræða fimm daga námskeið, samtals 36 kennslustundir auk próftíma á síðasta kennsludegi.

Námsefni

Á námskeiðinu er farið í lög og reglugerðir um sprengiefni, geymslu sprengiefna, flutning sprengiefna, myndun hættulegra efna við sprengingar og áhrif þeirra, almenn sprengifræði, jarðfræði, mismunandi gerðir sprengiefna, eyðingu sprengiefna, kveikjur, reiknisaðferðir við sprengingar, hagnýta útreikninga og fleira.

Próf

Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi.

Verð

132.400 krónur


Næstu námskeið

Vinnueftirlitið

Hafðu samband

Sími: 550 4600

Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Afgreiðslu­tími þjón­ustu­vers

Mánudaga til fimmtudaga: 9 til 15

Föstudaga: 9 til 14

Kennitala

420181-0439