Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Ferðalög og heimsóknir til Íslands

Getur ættingi minn fengið áritun til að heimsækja mig á Íslandi?

Ef ættingi þinn er ríkisborgari lands utan EES/EFTA gæti hann þurft að sækja um vegabréfsáritun til að heimsækja þig á Íslandi. Athugaðu hvort ættingi þinn þurfi vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands.

Umsókn ættingja þíns um vegabréfsáritun þarf að fylgja boðsbréf frá gestgjafa á Íslandi. Gestgjafinn á Íslandi fyllir út boðsbréfið og sendir það undirritað í frumriti til ættingjans erlendis. Ættinginn lætur boðsbréfið fylgja umsókn um vegabréfsáritun ásamt öðrum fylgigögnum, sjá lista yfir fylgigögn.

Athugið að umsóknarferlið er mismunandi eftir því hvar sótt er um vegabréfsáritun. Því er mikilvægt að umsækjandi skoði vel heimasíðu viðkomandi sendiráðs eða þjónustuskrifstofu til að fá leiðbeiningar um feril sinnar umsóknar.

Á vef Útlendingastofnunar er listi yfir þau lönd og borgir þar sem er hægt að sækja um vegabréfsáritanir til Íslands.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900