Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Ferðalög og heimsóknir til Íslands

Hvað má ég vera lengi í útlöndum þegar ég er með dvalarleyfi?

Þú mátt dvelja allt að 3 mánuði erlendis á hverju ári á gildistíma dvalarleyfis, talið frá útgáfudegi dvalarleyfis.

Dveljir þú lengur getur dvalarleyfið verið fellt niður. Lengri dvöl erlendis getur einnig haft áhrif á rétt þinn til að fá ótímabundið dvalarleyfi. Ef þú skráir lögheimili þitt úr landi fellur dvalarleyfið sjálfkrafa niður.

Athugaðu að þrátt fyrir að dvalarleyfið hafi fallið niður getur þú enn sótt um endurnýjun leyfis ef það er gert innan gildistíma fyrra dvalarleyfis og sanngirnisástæður mæla með því.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900