Útlendingastofnun: Ferðalög og heimsóknir til Íslands
Hvernig sæki ég um langtímavegabréfsáritun?
Þú þarft að fylla út umsókn um langtímavegabréfsáritun og skila henni til Útlendingastofnunar á pappírsformi.
Umsókninni má skila í þar til gerðan póstkassa í anddyri Útlendingastofnunar að Dalvegi 18 í Kópavogi eða með því að senda umsókn í bréfpósti á sama heimilisfang. Áður en það er gert er nauðsynlegt að greiða fyrir umsókn með millifærslu í banka og þarf greiðslukvittun að fylgja umsókn til staðfestingar. Ógreidd umsókn verður endursend umsækjanda.
Upplýsingar um skilyrði og fylgigögn umsóknar er að finna á síðunni Langtímavegabréfsáritun.
Umsóknarfrestur
Nauðsynlegt er að þú sækir um langtímavegabréfsáritun tímanlega. Ef þú ert áritunarskyld/-ur þarftu að sækja um þegar minnst 14 dagar eru eftir af gildistíma áritunar. Ef þú ert ekki áritunarskyld/-ur þarftu að sækja um minnst 14 dögum áður en 90 dagar eru liðnir frá því að þú komst inn á Schengen-svæðið.
Athugaðu hvort þú þurfir vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?