Útlendingastofnun: Ferðalög og heimsóknir til Íslands
Hvar get ég sótt um vegabréfsáritun til Íslands?
Upplýsingar um hvar er hægt að sækja um vegabréfsáritun til Íslands er að finna í lista yfir sendiráð og ræðisskrifstofur sem veita C-áritanir til Íslands. Smella þarf á viðkomandi land (+) í listanum neðarlega á síðunni til að sjá nánari upplýsingar um útgáfustaði.
Athugið að sendiráðin og ræðisskrifstofurnar á listanum gefa aðeins út vegabréfsáritanir til stuttrar dvalar (short-stay visa / C-áritun), til dæmis fyrir ferðamenn, fjölskylduheimsóknir, opinber erindi, viðskiptaheimsóknir og námsferðir.
Umsóknarferlið er mismunandi eftir því hvar er sótt um. Því er mikilvægt að þú skoðir vel heimasíðu viðkomandi sendiráðs eða þjónustuskrifstofu til að fá leiðbeiningar um feril þinnar umsóknar.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?