Útlendingastofnun: Ferðalög og heimsóknir til Íslands
Hvað er langtímavegabréfsáritun?
Langtímavegabréfsáritun veitir heimild til dvalar á Íslandi í allt að 90 daga umfram þann tíma sem einstaklingur mætti að öllu jöfnu dvelja á landinu sem ferðamaður, hvort sem hann er áritunarskyldur eða ekki.
Dæmi um tilvik þegar heimilt er að gefa út langtímavegabréfsáritun:
Til aðstandenda sem hyggjast koma í lengri heimsókn hingað til lands. Heimilt er að víkja frá aldursskilyrði foreldra umsækjanda við útgáfu langtímavegabréfsáritunar.
Til vitna eða aðila að dómsmáli sem þurfa að dveljast hér vegna reksturs málsins.
Til útlendinga sem hingað koma í öðrum lögmætum tilgangi, svo sem listamanna, vísindamanna eða íþróttamanna, ef dvöl þeirra kallar ekki á útgáfu dvalar- og/eða atvinnuleyfis.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?