Fara beint í efnið

Útlendingastofnun: Ferðalög og heimsóknir til Íslands

Hvað er langtímavegabréfsáritun?

Langtímavegabréfsáritun veitir heimild til dvalar á Íslandi í allt að 90 daga umfram þann tíma sem einstaklingur mætti að öllu jöfnu dvelja á landinu sem ferðamaður, hvort sem hann er áritunarskyldur eða ekki. 

Dæmi um tilvik þegar heimilt er að gefa út langtímavegabréfsáritun:

  • Til aðstandenda sem hyggjast koma í lengri heimsókn hingað til lands. Heimilt er að víkja frá aldursskilyrði foreldra umsækjanda við útgáfu langtímavegabréfsáritunar.

  • Til vitna eða aðila að dómsmáli sem þurfa að dveljast hér vegna reksturs málsins.

  • Til útlendinga sem hingað koma í öðrum lögmætum tilgangi, svo sem listamanna, vísindamanna eða íþróttamanna, ef dvöl þeirra kallar ekki á útgáfu dvalar- og/eða atvinnuleyfis.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Útlendingastofnun

Þjónustuver

Afgreiðslan er opin 9 - 14 alla virka daga Þjónustuverið er opið mán - fim: 9 - 14 & fös 9 - 12

Dalvegur 18, 201 Kópavogi (sjá kort)

Netspjall

Sendu okkur línu

Sími +354 444 0900