Útlendingastofnun: Ferðalög og heimsóknir til Íslands
Hvað þarf vegabréf mitt að gilda lengi til að ég geti komið til Íslands sem ferðamaður?
Ferðaskilríki ríkisborgara EES/EFTA-ríkja þurfa aðeins að hafa gildistíma umfram dvöl þeirra á Íslandi.
Ferðaskilríki eða kennivottorð ríkisborgara ríkja utan EES/EFTA þurfa að
hafa gildistíma í minnst þrjá mánuði umfram áætlaðan brottfarardag og
hafa verið gefin út á síðastliðnum 10 árum.
Ferðaskilríki eða kennivottorð ríkisborgara Bretlands þurfa að
hafa gildistíma í minnst þrjá mánuði umfram áætlaðan brottfarardag og
hafa verið gefin út á síðastliðnum 10 árum við komuna til Íslands.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?