
Sálfræðiþjónusta
Undirkaflar
Sálfræðiþjónusta fyrir Grindvíkinga
Þjónustuteymi Grindvíkinga sér um aðgengi að úrræðum eins og tímum hjá sálfræðingum, hópmeðferð og fræðslu. Hægt er að óska eftir ráðgjöf með því að senda beiðni eða hringja í síma 5450200 á milli 09:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á milli 09:00 til 15:00 á föstudögum. Einnig er hægt að senda okkur fyrirspurn á radgjof@grn.is
Úrræði á vegum þjónustuteymis GRN
Þjónustuteymið er í samvinnu við opinberar heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi sálfræðinga til að veita Grindvíkingum aðgengi að sálfræðiþjónustu. Teymið veitir einnig stuðningsviðtöl ef þörf er á.
Önnur úrræði
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja - og aðrar Heilsugæslustöðvar. Hægt er að fá ráðgjöf í gegnum netspjall og símaráðgjöf Heilsuveru s. 513-1700.
Í neyðartilvikum skal ávalt hringja í 112.Á vef embættis landlæknis má einnig finna góð heilræði á óvissutímum - Heilræði á óvissutímum | Embætti landlæknis (island.is)
Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Í Berginu geta einstaklingar fengið ókeypis viðtal við fagaðila þar sem ráðgjöf og stuðningur er veittur. Panta tíma hjá Berginu.
Píeta samtökin veitir aðgengilega þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu. Þjónustan er með öllu gjaldfrjáls og stendur til boða fyrir fyrir 18 ára og eldri. Til að hafa samband skal hringja í 5522218 eða senda tölvupóst á pieta@pieta.is
Hjálparsími Rauða Krossins 1717 netspjall 1717.is. Hann er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis.
Vinaverkefni Rauða krossins
Hægt er að taka þátt í vinaverkefni Rauða krossins og efla félagslegt tengslanet með því að fá félagsskap eða gerast sjálfboðaliði. Verkefnin miða að því að styrkja og efla félagslega þátttöku með heimsókn, gönguferð, ökuferð, spjalli og svo framvegis, en reynt er að mæta óskum notenda eins og kostur er.
Sæktu um hér til fá félagsskap eða hér til að gerast sjálfboðaliði.Hér má nálgast bjargráð á álagstímum.
Þjóðkirkjan býður upp á gjaldfrjáls viðtöl hjá þjónustumiðstöð kirkjunnar og hægt er að hafa samband í síma 528-4300. Hér má finna upplýsingar um þjónustuna.
Hægt er að panta hjá fjölskyldumeðferðarfræðingi og félagsráðgjafa í síma 856-1551 og á netfanginu andrea@kirkjan.is
Kaþólska kirkjan á Íslandi
Prestar kaþólsku kirkjunnar veita stuðning og sálgæslu.
Hægt er að bóka viðtal hjá Séra Mikołaj Kecik í Reykjanesbæ í síma 618 5550 eða með tölvupósti mikolaj.kecik@gmail.com