
Fyrirtækjarekstur
Undirkaflar
Atvinnuteymi
Á vegum Grindavíkurbæjar er starfandi atvinnuteymi. Teyminu er ætlað að samræma aðgerðir sem snúa að atvinnurekstri í bænum og aðstoða fyrirtæki við að takas á við þær áskoranir sem náttúruhamfarir hafa valdið.
Í atvinnuteyminu eru:
Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri, sigurdura@grindavik.is
Skarphéðinn Berg Steinarsson, verkefnastjóri, skarphedinn@grindavík.is
Guðjón Bragason, lögfræðingur, gudjon@almannavarnir.is
Atvinnuteymi veitir fyrirtækjum ráðgjöf og leiðbeiningar eins og þau óska eftir.
Þú getur pantað tíma með því að senda tölvupóst á atvinnulif@grindavik.is.
Stuðningur fyrir fyrirtæki
Á vegum stjórnvalda má fá ýmsan stuðning handa fyrirtækjum.
Allar nánari upplýsingar um úrræði fyrir rekstraraðila í Grindavík eru á vef Skattsins.
Afurðasjóður Grindavíkurbæjar
Afurðasjóður Grindavíkurbæjar er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins.
Afurðasjóður Grindavíkurbæjar veitir styrki til rekstraraðila í Grindavík sem verða fyrir meiri háttar óbeinu tjóni á matvælum og fóðri af völdum hamfara í bænum, þ.m.t. tjón vegna rýmingaraðgerða stjórnvalda sem tengjast hamförunum. Nánari upplýsingar má finna hér Stjórnarráðið | Afurðasjóður Grindavíkurbæjar