Fara beint í efnið

Ísland.is

Fyrir Grindavík

Upplýsingar fyrir íbúa Grindavíkur

header

Afkoma og laun

Um tímabundinn stuðning vegna launa fólks sem starfar í Grindavík. 

Vinnumálastofnun mun taka á móti umsóknum um stuðning vegna launa og útfærir nú leiðbeiningar.

Stofnunin hefur birt eftirfarandi:

"Lögin taka til starfsfólks á almennum vinnumarkaði sem getur ekki mætt til vinnu vegna þess að starfsstöð þess er staðsett í Grindavíkurbæ. Markmið laganna er að vernda afkomu umræddra einstaklinga með því að tryggja laun þeirra upp að ákveðnu hámarki. Markmið laganna er sömuleiðis að viðhalda ráðningarsambandi atvinnurekenda og starfsfólks þannig að sem flest þeirra sem vinna í Grindavík haldi störfum sínum.

Gert er ráð fyrir að ríkið greiði fjárhæð að ákveðnu hámarki sem gangi upp í laun starfsfólks og sjálfstætt starfandi einstaklinga og að stuðningurinn sem ríkið greiðir geti numið allt að 633.000 krónum á mánuði auk framlags í lífeyrissjóð. Þetta er sama hámarksfjárhæð og Ábyrgðasjóður launa greiðir.

Ef einstaklingar sem lögin gilda um verða fyrir því að fá ekki greidd laun, þrátt fyrir ofangreint úrræði, munu þeir sjálfir geta fengið stuðning frá Vinnumálastofnun, enda séu tiltekin skilyrði uppfyllt."

Á vef Vinnumálastofnunar er hægt að fá helstu upplýsingar, hægt er að panta tíma í almenna ráðgjöf á vefnum, eining má panta tíma hjá ráðgjöfum á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.

Fjárhagsaðstoð
Í þeim tilfellum sem fólk er ekki með vinnu né hefur rétt á atvinnuleysisbótum og hefur áhyggjur af fjárhagsstöðu sinni er bent á ráðgjafa félagsþjónustu- og fræðslusviðs Grindavíkurbæjar. Hægt er að koma í Þjónustumiðstöðina í Tollhúsi og panta viðtalstíma fyrir ráðgjöf eða hafa samband í síma Grindavíkurbæjar 4201100 og óska eftir viðtalstíma. Einnig má skoða vefsíðu Grindarvíkurbæjar www.grindavik.is.

Fyrir Grindavík

Þjón­ustumið­stöð fyrir Grind­vík­inga

Tollhúsið
Tryggvagötu 19, Reykjavik
Alla virka daga frá kl. 10.00-16.00

Þjónustumiðstöðin í Reykjanesbæ
Smiðjuvöllum 8
Opið á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum kl. 14.00-17.00

Hafa samband

Senda fyrirspurn

Sími: 420 1100