Þjónustuteymi Grindvíkinga
Þjónustuteymi Grindvíkinga var stofnsett 1. júní í þeim tilgangi að hlúa að íbúum Grindavíkur og stuðla að farsæld þeirra til framtíðar. Hægt er að sækja um ráðgjöf eða hringja í síma 5450200. Teymið samanstendur af sérfræðingum sem vinna að málum Grindvíkinga á þverfaglegan hátt og eru með fjölbreytta þekkingu og reynslu. Sérfræðingarnir eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, lýðheilsufræðingur og sérfræðingur í skólamálum.
Þjónustuteymið getur einnig átt samskipti við sveitarfélög þar sem Grindvíkingar hafa komið sér fyrir, sé þess óskað.
Teymið er staðsett í Borgartúni 33.