
Um Grindavíkurnefnd
Undirkaflar
Grindavíkurnefnd
Framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur (Grindarvíkurnefnd) er fjölskipað og sjálfstætt stjórnvald sem hefur með höndum fjölþætt verkefni sem snúa að úrlausnarefnum sem tengjast jarðhræringunum við Grindavík.
Helstu verkefni nefndarinnar munu m.a. snúa að:
samfélagsþjónustu
yfirumsjón með framkvæmdum og viðgerðum á mikilvægum innviðum í Grindavík
gerð áhættumats fyrir þéttbýli í Grindavíkurbæk í samvinnu við ríkislögreglustjóra
könnun á jarðvegi
að starfrækja þjónustuteymi þar sem Grindvíkingar geta fengið upplýsingar og ráðgjöf, meðal annars vegna, skóla- og tómstundastarfs barna og ungmenna, atvinnuleitar og virkni, húsnæðismála og sálræns og félagslegs stuðnings.
Grindavíkurnefndin fer með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða, tryggir skilvirka samvinnu við sveitarstjórn og opinbera aðila og hefur heildaryfirsýn yfir málefni
Grindavíkur.
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar mun áfram fara með stjórn sveitarfélagsins, starfsmannahald og bera ábyrgð á og hafa fullt fjárstjórnunarvald yfir lögbundnum og ólögbundnu verkefnum, sem framkvæmdanefnd eru ekki falin sérstaklega.
Innviðaráðherra er heimilt að fela nefndinni að fara með samhæfingu verkefna sem kunna að vera á höndum annarra stjórnvalda með samþykki þeirra fagráðuneyta sem málasviðið heyrir undir. Sveitarstjórn Grindavíkurbæjar er einnig heimilt að fela nefndinni tiltekin lögbundin eða ólögbundin verkefni.
Um nefndarfólk
Árni Þór Sigurðsson sat á Alþingi um árabil en var áður borgarfulltrúi í Reykjavík um
þrettán ára skeið og sat um tíma í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Árni Þór
hefur starfað í utanríkisþjónustunni frá árinu 2015 og verið sendiherra Íslands í
Finnlandi, Rússlandi og nú síðast í Danmörku.Guðný Sverrisdóttir var sveitarstjóri Grýtubakkahrepps í tæp 27 ár, allt til ársins
2014. Guðný hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstöfum. Hún var lengi formaður
ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og gegndi þeim störfum fram til ársins
2023.Gunnar Einarsson var bæjarstjóri í Garðabæ um 17 ára skeið og þar áður
forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs bæjarins. Gunnar hefur gegnt ýmsum
trúnaðarstörfum og var m.a. í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tólf ára
skeið.
Lög um framkvæmdanefnd
Alþingi samþykkti í maí 2024 lagafrumvarp innviðaráðherra um sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur en nefndin tók formlega til starfa 1. júní þegar lögin tóku gildi.
Lagasetning var undirbúin í samstarfi við bæjarstjórn Grindavíkur sem óskaði eftir samstarfi um tilhögun og stjórnarfyrirkomulag verkefna við óvenjulegar aðstæður vegna jarðhræringa í Grindavík.
Samkvæmt lögunum starfar framkvæmdanefndin tímabundið en lögin falla úr gildi við næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2026.