Fara beint í efnið

Ísland.is

Fyrir Grindavík

Upplýsingar fyrir íbúa Grindavíkur

header

Leik- og grunnskóli

Upplýsingar til foreldra leik- og grunnskólabarna

Ákveðið hefur verið að ekkert skólastarf verður í Grindavík næsta skólaár og safnskólar fyrir leik- og grunnskólabörn verða lagðir af. Lögð er áhersla á að börn sæki skóla sem næst sínu heimili. Foreldrar og forráðamenn þurfa því að sækja um skólavist fyrir börn sín í því sveitarfélagi þar sem þau munu búa.

Ef þörf er á frekari upplýsingum um skólavist er hægt að hafa samband við Grindavíkurbæ í síma 4201100 eða í gegnum netfangið grindavik@grindavik.is

Hvernig á að sækja um leikskóla, grunnskóla og frístund?

Á síðunni sem vísað er á hér að neðan eru upplýsingar um hvernig á að sækja um leikskóla, grunnskóla og frístund í ýmsum sveitarfélögum. Síðan er enn í vinnslu og væntanlega bætast fleiri sveitarfélög við næstu daga. Ef þið finnið ekki ykkar sveitarfélag hafið þá samband við skrifstofur þess. Upplýsingar um innritun í leikskóla, grunnskóla og frístund í ýmsum sveitarfélögum.

Lögheimili

Til þess að fá þjónustu í því sveitarfélagi sem fjölskyldan býr í er að jafnaði gerð krafa um að lögheimili sé skráð þar.

Eftirfylgni og stuðningur

Þjónustuteymi GRN leggur áherslu á, í samstarfi við foreldra og skólana, að þau börn sem þurfa stuðning í skóla fái hann áfram. Unnið er að sértækum stuðningi við þá skóla sem verða með börn frá Grindavík.

Sálrænn stuðningur barna

Í því skyni býður Grindavíkurbær með stuðningi stjórnvalda upp á sálfélagslegan stuðning fyrir börn og ungmenni frá Grindavík í formi námskeiða, viðtala og fjölskylduráðgjafar. Þess er vænst að sú aðstoð haldi áfram um hríð þó svo Grindvíkingar flytji lögheimili sín. Nú er hægt að sækja um sálfélagslegan stuðning fyrir börn og unglinga frá Grindavík á island.is eða með því að senda tölvupóst á radgjof@grn.is

Fyrir Grindavík

Þjón­ustu­teymi Grind­vík­inga

Sími : 545 0200
Netfang: radgjof@grn.is
Opnunartími:
10:30 - 12:00 mán-fim