Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Öll sem fá lífeyri eða aðrar tekjutengdar greiðslur frá Tryggingastofnun (TR) þurfa að skila tekjuáætlun til að fá rétt greitt miðað við sín réttindi.

Hvenær þarf að skila tekjuáætlun

Þú þarft að skila tekjuáætlun:

  • þegar þú sækir um í fyrsta skipti,

  • ef tekjur eða aðstæður þínar breytast,

  • jafnvel þótt einu tekjurnar þínar séu frá Tryggingastofnun.

Útfylling tekjuáætlunar

Þegar þú fyllir út tekjuáætlun þarft þú að:

  • fylla út þá reiti sem eiga við þig,

  • skrá núverandi upphæðir eins nákvæmlega og hægt er,

  • áætla upphæð tekna, ef þú veist ekki hver upphæðin er,

  • passa að skrá allar upphæðir fyrir skatt.

Ef þú veist ekki hverjar tekjur þínar verða, getur verið betra að áætla aðeins meira en minna til að koma í veg fyrir að fá of mikið greitt frá TR.

Allar fjármagnstekjur eru sameiginlegar fyrir hjón og sambýlisfólk. Í tekjuáætlun þarf að skrá samanlagða upphæð fyrir ykkur bæði. Tekjunum er svo deilt til helminga á milli ykkar í útreikningum lífeyris.

Útskýringar á tekjutegundum

Eftirfarandi tekjur þurfa að koma fram á tekjuáætlun:

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun