Greiðsluþátttaka vegna tannlækninga
Tannskaði vegna slysa og líkamsárása
Ef tanntjón verður er mikilvægt að tilkynna það.
Hinn slasaði eða forráðamaður barns skal tilkynna vátryggingafélagi sínu tjónið.
Tannlæknir sem sinnir einstaklingi fyrst eftir slys sendir Sjúkratryggingum áverkavottorð.
Tannskaði vegna slysa
Fyrst skal leita bóta vegna tannskaða til vátryggingafélags.
Ef bætur fást sannanlega ekki greiddar af þriðja aðila, s.s. vátryggingafélagi, greiða Sjúkratryggingar meðferð, að undangenginni umsókn.
Ef tjón er bótaskylt hjá Sjúkratryggingum, greiða Sjúkratryggingar 100% kostnaðar fyrir börn yngri en 18 ára en 80% kostnaðar samkvæmt gjaldskrá með þeim takmörkunum sem þar koma fram, við tannlækningar, aðrar en tannréttingar, vegna alvarlegra afleiðinga slysa, samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 766/2024 og 20. gr. laga nr. 112/2008.
Skilyrði er að bætur þriðja aðila, þ.m.t. vátryggingafélaga, fáist sannanlega ekki greiddar og slysatryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar bæti ekki kostnað.
Tannlækningar, þ.m.t. tannréttingar, vegna alvarlegra afleiðinga slysa
Sjúkratryggingar greiða 95% kostnaðar samkvæmt gjaldskrá með þeim takmörkunum sem þar koma fram, vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna alvarlegra afleiðinga slysa þar sem fjórar eða fleiri fullorðinstennur, framan við 12 ára jaxla, tapast eða sjúkratryggður verður fyrir öðrum sambærilegum alvarlegum skaða.
Skilyrði er að bætur þriðja aðila, þ.m.t. vátryggingafélaga, fáist sannanlega ekki greiddar og slysatryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar bæti ekki kostnað.
Tanntjón í vinnuslysum
Reglur slysatrygginga gilda um tanntjón í vinnuslysum. Í alvarlegum tilvikum sem tilgreind eru í reglugerð undir Tannlækningar, er greitt 95% kostnaðar af gjaldskrá tannlæknis. Sjá nánari upplýsingar hér
Tannskaði vegna líkamsárása
Tanntjón vegna líkamsárása greiðast ekki af Sjúkratryggingum. Bætur vegna þeirra skal sækja til árásarmanns eða bótasjóðs þolenda ofbeldis hjá dómsmálaráðuneytinu.

Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar