Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna tannlækninga

Tannskaði vegna slysa og líkamsárása

Tannskaði vegna slysa

Tannskaði vegna slysa greiðist af Sjúkratryggingum að undangenginni umsókn, ef bætur fást sannanlega ekki greiddar af þriðja aðila, s.s. vátryggingafélagi. Mikilvægt er að slasaði eða forráðamaður hans ef um barn er að ræða, tilkynni tanntjón af völdum slysa til vátryggingafélags síns og að tannlæknir sendi Sjúkratryggingum áverkavottorð.

Ef tjón er ekki bætt af þriðja aðila, og er bótaskylt hjá Sjúkratryggingum, greiða Sjúkratryggingar að fullu fyrir börn, 80% kostnaðar við nauðsynlega meðferð lífeyrisþega og 80% fyrir aðra.

Tannskaði vegna líkamsárása

Tanntjón vegna líkamsárása greiðast ekki af Sjúkratryggingum. Bætur vegna þeirra skal sækja til árásarmanns eða bótasjóðs þolenda ofbeldis hjá dómsmálaráðuneytinu.

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar