Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna tannlækninga

Tannlækningar erlendis

Umsókn um greiðsluþátttöku vegna erlends sjúkrakostnaðs

Lífeyrisþegar og börn geta sótt sér tannlæknaþjónustu til annara landa innan EES, Bretlands og Sviss og sótt síðan um endurgreiðslu í kjölfarið á tannlæknareikningum.

Aðrir sjúkratryggðir einstaklingar eiga ekki rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga varðandi tannlækningar nema vandinn sé það alvarlegur og sannanlega afleiðing fæðingargalla, sjúkdóms eða slyss. Í þeim tilvikum þarf að sækja um fyrirfam samþykki til Sjúkratrygginga.

Frá 1. febrúar 2024 er greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga 75% af almennum tannviðgerðum í samræmi við samning um tannlækningar og með þeim takmörkunum sem þar koma fram.

Undir almennar tannlækningar falla meðal annars skoðun, greining, röntgenmyndir, reglulegt eftirlit, tannviðgerðir, rótfyllingar, tannholdslækningar, úrdráttur tanna og laus tanngervi.

Nánari upplýsingar um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga er að finna undir Greiðsluþátttaka vegna tannlækninga.

Umsóknarskylda vegna greiðsluþátttöku í tannplöntum í tannlausan góm

Frá og með 1. september 2024 er greiðsluþátttaka öryrkja og aldraðra vegna ísetningu tannplanta í tannlausan góm framvegis háð fyrir fram samþykktri umsókn til Sjúkratrygginga, eins og verið hefur í tilteknum kostnaðarsömum meðferðum. Umsókn um samþykki fyrir meðferð vegna tannlæknaverks erlendis má nálgast undir Eyðublöð og vottorð - Réttindi milli landa, Umsókn um samþykki fyrir meðferð vegna tannlæknaverks erlendis.

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með umsókn um greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga:

  • Viðurkenndur reikningur úr bókhaldskerfi þjónustuveitanda

  • Nákvæm sundurliðun á unnum verkum, þar með talið dagsetningar hvers verks fyrir sig, númer tanna sem voru meðhöndlaðar og heiti flata tanna ef um viðgerð/fyllingu er að ræða. Athugið gögnin þurfa að vera á ensku eða íslensku.

  • Greiðslustaðfesting

  • Röntgenmynd

  • Sjúkratryggingar hafa heimild til að óska eftir frekari gögnum ef þörf krefur.

Sjúkratryggingar taka ekki þátt í ferða- og uppihaldskostnaði.

Athugið að Sjúkratryggingar geta óskað eftir að einstaklingar láti þýða gögn sem eru ekki á ensku og sá kostnaður er ekki endurgreiddur af Sjúkratryggingum. Við bendum einstaklingum á að biðja alltaf um öll gögn á ensku. 

Ekki er tekið við kostnaðaráætlunum til útreiknings á greiðsluþátttöku en Sjúkratryggingar endurgreiða til samræmis við gjaldskrá Sjúkratrygginga sem er aðgengileg undir Gjaldskrá og bótafjárhæðir.

Athugið að Sjúkratryggingum er ekki heimilt að greiða meira en raunkostnað.

Hægt ert að senda fyrirspurnir á netfangið: tannmal@sjukra.is

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar