Fara beint í efnið

Greiðsluþátttaka vegna tannlækninga

Tannlækningar erlendis

Umsókn um greiðsluþátttöku vegna erlends sjúkrakostnaðs

Lífeyrisþegar og börn geta sótt sér tannlæknaþjónustu til annara landa innan EES, Bretlands og Sviss og sótt síðan um endurgreiðslu í kjölfarið á tannlæknareikningum.

Aðrir sjúkratryggðir einstaklingar eiga ekki rétt á greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga varðandi tannlækningar nema vandinn sé það alvarlegur og sannanlega afleiðing fæðingargalla, sjúkdóms eða slyss. Í þeim tilvikum þarf að sækja um fyrirfam samþykki til Sjúkratrygginga.

Skila þarf inn eftirfarandi gögnum ásamt umsókn:

  • Viðurkenndur reikningur úr bókhaldskerfi þjónustuveitanda

  • Nákvæm sundurliðun á unnum verkum þ.m.t. dagsetningar hvers verks fyrir sig, númer tanna sem voru meðhöndlaðar og heiti flata tanna ef um viðgerð/fyllingu er að ræða. Athugið gögnin þurfa að vera á ensku eða íslensku.

  • Greiðslustaðfesting

  • Röntgenmynd (ef hún er tekin)

  • Sjúkratryggingar hafa heimild til að óska eftir frekari gögnum ef þörf krefur.

Sjúkratryggingar taka ekki þátt í ferða- og uppihaldskostnaði.

Athugið að Sjúkratryggingar geta óskað eftir að einstaklingar láti þýða gögn sem eru ekki á ensku og sá kostnaður er ekki endurgreiddur af Sjúkratryggingum. Við bendum einstaklingum á að biðja alltaf um öll gögn á ensku. 

Ekki er tekið við kostnaðaráætlunum til útreiknings á greiðsluþátttöku en Sjúkratryggingar endurgreiða til samræmis við gjaldskrá Sjúkratrygginga sem er aðgengileg undir Gjaldskrá og bótafjárhæðir.

Athugið að Sjúkratryggingum er ekki heimilt að greiða meira en raunkostnað.

Frá og með 1. febrúar 2024 greiða Sjúkratryggingar 75% af almennum tannviðgerðum miðað við einstaka gjaldskráliði Sjúkratrygginga. Aðrir liðir eru í formi styrks, en hann er að hámarki 60 þúsund krónur á hverju 12 mánaða tímabili og undir hann falla til dæmis krónur og tannplantar.

Hægt ert að senda fyrirspurnir á netfangið: tannmal@sjukra.is

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar