Fara beint í efnið

Sjúkradagpeningar - framfærsla í veikindum

Umsókn um sjúkradagpeninga

Upphæðir og tímabil

Uppsöfnuð réttindi eru greidd út þann dag sem umsókn er samþykkt. Eftir það er að jafnaði greitt á 14 daga fresti út gildistíma vottorðs. Hægt er að sjá áætlun tímabils sem er samþykkt á greiðsluskjölum í stafræna pósthólfinu undir Mínar síður.

Tímabil og upphæðir

Ef réttur er ótvíræður er heimilt að greiða allt að sex mánuði afturvirkt frá því að öll gögn hafa borist. Greitt er frá 15. degi veikinda. Heimilt er að greiða 365 daga á hverjum tveimur árum. Þegar hámarki er náð má leita eftir framfærslu hjá félagsþjónustu sveitarfélags nema réttur sé á endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun.

Sjúkradagpeningar eru föst upphæð fyrir hvern dag sem greitt er. Greiddir eru fullir eða hálfir dagpeningar eftir aðstæðum, auk barnaviðbótar fyrir börn undir 18 ára aldri á framfæri umsækjanda.

Athugið að sjúkradagpeningar eru skattskyldir. Ef nýta á persónuafslátt þarf að skrá nýtingu skattkorts undir Skrá persónuafslátt.

Starfsfólki Sjúkratrygginga er ekki heimilt að skrá skattkort fyrir umsækjanda

Fullir eða hálfir dagpeningar

Þú færð fulla dagpeninga

  • ef þú varst í 100% starfi

  • ef þú varst í samblöndu af starfi, skóla og bótum frá Vinnumálastofnun sem samvara 100% starfi

Þú færð hálfa dagpeninga

  • ef þú varst heimavinnandi

  • ef þú varst í minna en 100% starfi

Umsækjendur sem eiga eingöngu rétt á hálfum dagpeningum geta sótt um að fá greitt fyrir heimilishjálp sem er veitt af öðrum en heimilismönnum. Aldrei er þó greitt meir en sem nemur hálfum dagpeningum til viðbótar fyrir slíka hjálp. Framvísa þarf kvittuðum reikningum með kennitölu móttakanda greiðslu, vinnutíma og upphæð greiddra launa.

Umsókn um sjúkradagpeninga

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar