Sjúkradagpeningar greiðast til móður í 10 daga eftir fæðingu í heimahúsi.
Hvernig færð þú sjúkradagpeninga?
Til að fá greidda sjúkradagpeninga þarft þú að sækja um sjúkradagpeninga og skila inn vottorði ljósmóður um heimafæðingu.
Sótt er um rafrænt í umsóknarhnapp hér að ofan. Annars þarf að koma undirrituðu umsóknareyðublaði til Sjúkratrygginga eða umboða sýslumanns utan höfuðborgarsvæðisins.
Einfaldast er að hengja vottorðið við rafræna umsókn þegar sótt er um. Ekki þarf frumrit, skönnuð skjöl eða skýrar myndir duga.
Forsendur fyrir greiðslum
Til að fá samþykkta sjúkradagpeninga vegna heimafæðingar þarft þú að:
hafa fætt barn í heimafæðingu
vera sjúkratryggð á Íslandi
vera 16 ára eða eldri
hafa lögheimili á Íslandi
Upphæðir og tímabil
Greiddir eru fullir dagpeningar fyrir 10 daga, ásamt barnaviðbót fyrir börn undir 18. ára aldri á farmfærslu umsækjanda.
Athugið að sjúkradagpeningar eru skattskyldir. Ef nýta á persónuafslátt þarf að skrá nýtingu skattkorts undir Skrá persónuafslátt. Starfsfólki Sjúkratrygginga er ekki heimilt að skrá skattkort fyrir umsækjanda
Afgreiðslutími umsókna
Umsóknir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er og í þeirri röð sem þær berast. Núverandi biðtími er að jafnaði:
4 - 6 vikur fyrir nýjar umsóknir
1 vika eða skemur frá því gögn berast sem kallað var eftir
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar