Heimilt er að greiða hálfa sjúkradagpeninga meðan umsækjandi er inniliggjandi eða á dagdeild í viðurkenndri áfengis- og vímuefnameðferð hér á landi. Ekki er greitt vegna meðferða erlendis. Umsækjandi er þá undanþeginn ýmsum venjulegum skilyrðum sjúkradagpeninga.
Ef þú átt að öðru leyti rétt til sjúkradagpeninga vegna veikinda er betra að sækja um þá enda eru sjúkradagpeningar vegna áfengis- og vímuefnameðferða háðir ýmsum skilyrðum:
Ekki er hægt að fá greitt lengur en umsækjandi er inniliggjandi eða á dagdeild
Ekki er hægt að framlengja samþykktum umsóknum vegna áfengis- og vímuefnameðferðar út á hefðbundin sjúkradagpeningavottorð
Eingöngu er heimilt að greiða hálfa sjúkradagpeninga
Hvernig færð þú sjúkradagpeninga?
Til að fá greidda sjúkradagpeninga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar þarft þú að:
Afla þér sjúkradagpeningavottorðs frá þeirri meðferðarstofnun sem þú varst hjá
Sækja um sjúkradagpeninga
- einfaldast er að sækja um rafrænt á umsóknarhnappi hér fyrir ofan
- annars þarf að koma undirrituðu umsóknareyðublaði til Sjúkratrygginga eða umboða sýslumanns utan höfuðborgarsvæðisinsSkila sjúkradagpeningavottorðinu með umsókn þinni
- einfaldast er að hengja vottorðið við rafræna umsókn þegar sótt er um
- ekki þarf frumrit, skönnuð skjöl eða skýrar myndir duga
Forsendur fyrir greiðslu
Til að fá samþykkta sjúkradagpeninga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar þarft þú að:
hafa verið í viðurkenndri áfengis- og vímuefnameðferð
- ekki er greitt fyrir meðferðir erlendis
vera sjúkratryggð/ur á Íslandi
vera 16 ára eða eldri
hafa lögheimili á Íslandi
Umsækjandi má auk þess ekki þiggja samhliða greiðslu sjúkradagpeninga:
laun frá vinnuveitanda
greiðslur frá Fæðingarorlofssjóði
greiðslur frá Vinnumálastofnun
greiðslur slysadagpeninga
fullar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun
Upphæðir og tímabil
Greiddir eru hálfir dagpeningar frá 15. degi þess tímabils sem einstaklingur er inniliggjandi og í dagvist, ásamt barnaviðbót fyrir börn undir 18. ára aldri á framfæri umsækjanda. Ekki er greitt fyrir göngudeildarmeðferð.
Athugið að sjúkradagpeningar eru skattskyldir. Ef nýta á persónuafslátt þarf að skrá nýtingu skattkorts undir Skrá persónuafslátt. Starfsfólki Sjúkratrygginga er ekki heimilt að skrá skattkort fyrir umsækjanda
Afgreiðslutími umsókna
Umsóknir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er og í þeirri röð sem þær berast. Biðtími er að jafnaði:
4 - 6 vikur fyrir nýjar umsóknir
1 vika eða skemur frá því gögn berast sem kallað var eftir
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar