Fara beint í efnið

Sjúkradagpeningar - framfærsla í veikindum

Umsókn um sjúkradagpeninga

Fylgiskjöl

Nauðsynleg fylgiskjöl

Allir umsækjendur þurfa að skila:

  • Sjúkradagpeningavottorði frá lækni

    - Læknisvottorð til atvinnurekanda er ekki nógu ítarlegt sem fyrsta vottorð

    - Best er að læknir fylli út óvinnufærni til reit á vottorði. Ef hann er tómur er eingöngu greitt út fyrir þann mánuð sem vottorð er gefið út í.

Viðbótar fylgiskjöl eftir atvikum

Miðað er við tvo mánuði fyrir upphaf veikinda. Skila þarf öllu sem við á, ef umsækjandi er til dæmis bæði launþegi og námsmaður þarf að skila gögnum um hvort tveggja.

Launþegar

  • Vottorð vinnuveitanda frá öllum vinnuveitendum

    - Vottorðið þarf að vera undirritað nema það berist beint frá vinnuveitanda í gegnum Gagnagátt.

    - Stundum duga önnur gögn (svo sem starfslokasamningar), en alltaf þarf að koma fram hvenær þú verður launalaus að fullu ásamt starfshlutfalli.

Sjálfstætt starfandi

  • Engin sérstök fylgiskjöl nauðsynleg

    - Þó þarf að vera búið að fella niður reiknað endurgjald hjá Ríkisskattstjóra fyrir það tímabil sem þú varst óvinnufær. Umsókn veitir heimild til að skoða skráningu hjá Ríkisskattstjóra.

Atvinnulaus

  • Staðfesting frá Vinnumálastofnun um dagsetningu afskráningar.

  • Síðasta greiðsluseðil frá Vinnumálastofnun með hlutfalli bóta. Við mat á starfshlutfalli er notast við hlutfall bóta.

Námsmaður

  • Skólavottorð sem tilgreinir einingafjölda í námi og hvaða áföngum var ekki lokið í veikindum.

Heimavinnandi

  • Ekki er þörf á sérstökum fylgigögnum með umsókn þegar umsækjandi er ófær til heimilisstarfa.


Umsókn um sjúkradagpeninga

Þjónustuaðili

Sjúkra­trygg­ingar