Mat á rétti
Sjúkradagpeningar greiðast ef þú varst óvinnufær að fullu vegna eigin veikinda í að minnsta kosti 21 dag og eitt af eftirfarandi á við á síðustu tveimur mánuðum fyrir veikindi:
vera launþegi á Íslandi
- störf erlendis veita ekki rétt til sjúkradagpeninga
vera sjálfstætt starfandi á Íslandi
- við afgreiðslu sjúkradagpeninga er miðað við reiknað endurgjald sem greitt hefur verið tryggingagjald af
- ef einstaklingur gerir upp skattinn 1x á ári þá þurfa að berast reikningar fyrir útseldri vinnu
þiggja atvinnuleysisbætur frá Vinnumálastofnun
- þarf að hafa verið afskráður í veikindum
vera nemi og hafa orðið fyrir töfum á námi vegna veikindanna
- miðað er við 75% nám eða meir
- eða ef nám og hlutastarf jafngilda samanlagt 75% námi eða meir
Ef að ekkert af ofangreindu á við nægir að umsækjandi sé ófær að fullu til heimilisstarfa samkvæmt mati læknis.
Forsendur fyrir greiðslu
Að auki þarft þú að vera:
sjúkratryggð/ur á Íslandi
16 ára eða eldri
með lögheimili á Íslandi
- réttur helst í 2 mánuði eftir flutning erlendis
ekki í fangelsisvist
Umsækjandi má auk þess ekki þiggja samhliða greiðslu sjúkradagpeninga:
laun frá vinnuveitanda
greiðslur frá Fæðingarorlofssjóði
greiðslur frá Vinnumálastofnun
greiðslur slysadagpeninga
fullar lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun
Þjónustuaðili
Sjúkratryggingar