Útskrift
Sjúkrahúsdvöl á að vera eins stutt og mögulegt er og þú ættir að fá upplýsingar um útskrift innan sólarhrings frá innlögn.
Áður en þú ferð heim af spítala áttu rétt á að fá:
Upplýsingar um innlögn, meðferð og rannsóknarniðurstöður.
Leiðbeiningar um áframhaldandi eftirlit og hvert skal leita eftir niðurstöðum sem ekki eru tilbúnar við útskrift.
Upplýsingar um hættumerki sem fylgjast þarf með eftir útskrift og hvert skal leita ef vandamál koma upp.
Yfirlit yfir lyf sem þú átt að taka og tímalengd. Lyfseðlar eru sendir í lyfjagátt.
Ef þörf er á getur útskriftin falið í sér stuðning heima eða dvöl annars staðar.
Hver útskrifar þig?
Útskriftarteymi Landspítala samanstendur af hjúkrunarfræðingum, félagsráðgjöfum og læknum. Teymið veitir sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki ráðgjöf ef:
samræma þarf þjónustu frá mismunandi aðilum eins og félagsþjónustu, heimahjúkrun og heilsumatsnefndum
sérstök úrræði eru nauðsynleg, eins og færni- eða vistunarmat.
Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar
Sendu tölvupóst á utskriftarteymi@landspitali.is
Hringdu í síma 543 9309
