Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Útskrift

Sjúkrahúsdvöl á að vera eins stutt og mögulegt er og þú ættir að fá upplýsingar um útskrift innan sólarhrings frá innlögn.

Áður en þú ferð heim af spítala áttu rétt á að fá:

  • Upplýsingar um innlögn, meðferð og rannsóknarniðurstöður.

  • Leiðbeiningar um áframhaldandi eftirlit og hvert skal leita eftir niðurstöðum sem ekki eru tilbúnar við útskrift.

  • Upplýsingar um hættumerki sem fylgjast þarf með eftir útskrift og hvert skal leita ef vandamál koma upp.

  • Yfirlit yfir lyf sem þú átt að taka og tímalengd. Lyfseðlar eru sendir í lyfjagátt.

Ef þörf er á getur útskriftin falið í sér stuðning heima eða dvöl annars staðar.

Hver útskrifar þig?

Útskriftarteymi Landspítala samanstendur af hjúkrunarfræðingum, félagsráðgjöfum og læknum. Teymið veitir sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki ráðgjöf ef:

  • samræma þarf þjónustu frá mismunandi aðilum eins og félagsþjónustu, heimahjúkrun og heilsumatsnefndum

  • sérstök úrræði eru nauðsynleg, eins og færni- eða vistunarmat.

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar