Landspítalaappið
Efnisyfirlit
Innskráning og leiðbeiningar
Í appinu getur þú:
skoðað innlagnir, tímabókanir, ofnæmi og biðlista.
sent beiðni um þjónustu og fylgst með stöðu rannsókna og meðferðar.
fengið fræðsluefni um lyf, tilvísanir og starfsfólk deilda.
Þú getur notað appið í farsíma og spjaldtölvu, en ekki borðtölvu.
Sækja appið
Appið er aðgengilegt í App Store og Play Store undir Landspitali
Það þarf rafræn skilríki eða auðkennisappið til að opna Landspítalaappið
Leiðbeiningar um notkun
Umboð fyrir börn yngri en 16 ára
Foreldrar og forsjáraðilar geta skráð sig sem umboðsaðila fyrir börn yngri en 16.ára í appinu. Aðgangur fyrir foreldra og forsjáraðila, byggir á upplýsingum úr Þjóðskrá.
Til að skrá þig inn fyrir barn í appinu, farðu í
Meira
Skrá inn sem umboðsaðili og þá birtast þeir aðilar sem umboð er til fyrir.
Ef þú getur ekki skráð þig inn fyrir hönd barns þar sem forsjártengsl eru til staðar, skaltu hafa samband við Þjóðskrá.
Umboð fyrir ungmenni 16 til 18 ára og aðra aðstandendur
Ungmenni 16-18 ára og fullorðnir þurfa að veita umboð til að aðrir fái aðgang að gögnum þeirra. Til að veita eða afturkalla umboð í appinu, ferðu í
Meira
Veita/Afturkalla umboð
Þá opnast umboðskerfi Ísland.is sem leiðir þig áfram.
Hvernig umboðskerfið virkar
Kerfið er frá Stafrænu Íslandi.
Þegar þú notar umboð skráir þú þig fyrst inn með eigin rafrænum skilríkjum og velur síðan þann aðila sem þú hefur umboð fyrir.
Þessi aðferð tryggir öryggi og rekjanleika.
Yfirlit yfir niðurstöður ýmissa rannsókna sem framkvæmdar eru á Landspítala og hvernig þær birtast í Landspítala-appi.
Rannsóknarniðurstöður birtast í tímaröð ásamt stöðu hverrar rannsóknar.
Niðurstöður almennra blóðrannsókna birtast með tveggja daga seinkun.
Rannsóknarniðurstöður frá Sýkla- og veirufræðideild birtast einungis fyrir skjólstæðinga göngudeildar Húð- og kynsjúkdóma og göngudeildar smitsjúkdóma (HIV, sárasótt, lifrabólga B og C, klamydía og lekandi).
Í sumum tilfellum mun heilbrigðisstarfsmaður hafa samband vegna niðurstaðna áður en niðurstöðurnar berast í appið.
Neikvæð niðurstaða þýðir alla jafna að þú ert ekki með það sem rannsakað var.
Jákvæð niðurstaða þýðir alla jafna að þú hefur greinst með það sem rannsakað var.
Í dagbókinni færðu yfirlit í tímaröð yfir:
Tímabókanir.
Rannsóknir, bókaðar myndrannsóknir, bókaðar og loknar aðgerðir, komur og útskriftir.
Rannsóknarniðurstöður og útskriftarbréf frá hjartadeild.
Upplýsingar um dvöl á Bráðamóttöku, þar á meðal hvaða læknir sinnti þér og lífsmarkamælingar.
Tímabókanir
Í dagbókinni getur þú:
breytt bókun.
séð hjá hverjum tíminn er og hvar á að mæta í gegnum Google Maps.
bætt tímabókun við eigið dagatal.

Með því að velja “Dvölin mín” birtast upplýsingar sem eiga við meðan einstaklingur er inniliggjandi. Til dæmis birtast nöfn starfsmanna sem sinna meðferðinni, þ.e. ábyrgur læknir, ábyrgur hjúkrunarfræðingur og ábyrgur sjúkraliði. Lífsmarkamælingar og þróun þeirra birtast í rauntíma, einnig yfirlit yfir lyfjagjafir meðan á innlögn stendur. Hægt er að sjá matseðil og svara þjónustukönnun um matinn. Við útskrift er send þjónustukönnun á einstakling.
Þegar einstaklingur útskrifast þá eru ekki lengur birt gögn undir dvölin mín.
Einstaklingur getur uppfært símanúmer, hæð og þyngd í persónuupplýsingum, þær upplýsingar vistast í sjúkraskrá Landspítalans. Einstaklingur sér upplýsingar um skráð ofnæmi, blóðflokk, yfirlit yfir beiðnir og tilvísanir og skráðar meðferðir.
Einstaklingur getur bætt við aðstandendum og skilgreint vensl sín við þá. Einnig er hægt að stilla hvort að veita megi aðstandendum upplýsingar og hvort senda eigi þeim SMS tilkynningar, með því að haka í viðeigandi reiti. Til að mynda getur aðstandandi fengið upplýsingar um skurðaðgerð í rauntíma ef hakað er í seinni reitinn.
Aðstandendur geta séð tímabókanir. Sjá nánar í kaflanum um „Umboð“.
Til þess að geta fylgst með stöðu aðgerðar í appinu þá þarf viðkomandi einstaklingur að skilgreina þig sem aðstandanda og merkja við að það eigi að senda SMS til þín.
Öll Vottorð og fræðsluefni send frá Landspítala í gegnum appið eru .pdf skjöl
Vottorð birtast undir Heilsufar
Fræðsluefni birtist undir Samskipti

Ef þú hefur farið í aðgerð á Landspítalanum og fengið ígræði þá geturðu séð ígræðakort fyrir hvert ígræði í appinu undir Heilsufar/Ígræði. Þegar búið er að smella á ígræðakort birtist valmöguleiki á að bæta því við í veski símans. Á ígræðakortinu er QR kóði sem vísar á þessa vefsíðu: Upplýsingar um ígræði
