Beiðnir í appinu
Hægt er að óska eftir þjónustu hjá
Húð- og kynsjúkdómadeild
Erfðarannsóknum
Transteymi fullorðinna
Þegar óskað er eftir þjónustu
Einstaklingur fær sendan spurningalista í appið sem þarf að svara svo beiðni sé stofnuð og tekin til skoðunar.
Í appinu velur þú
Samskipti
Óska eftir þjónustu
Veldu þjónustu
Þar velur þú kynsjúkdómarannsókn
Óska eftir þjónustu


Þú þarft að svara spurningarlista
sem þú finnur undir
Samskipti
Spurningalistar
Þar sérðu Spurningarlisti fyrir kynsjúkdómarannsókn
Opna spurningarlista

Þú getur sent beiðni um tíma í erfðaráðgjöf hjá Landspítala, fyrir þig eða barn í þinni forsjá í gegnum Landspítalaappið.
Í beiðninni er mikilvægt að útskýra erindið vel. Hálftómum beiðnum verður hafnað.
Ef um þekkta erfðabreytingu er að ræða: Tilgreindu sjúkdóminn, genið og nánasta ættingja með breytinguna.
Ef sjúkdómur er með sterka ættarsögu: Líklegt er að beiðninni verði hafnað nema einstaklingurinn sé sjálfur með einkenni sjúkdómsins.
Í appinu velur þú
Samskipti
Óska eftir þjónustu
Veldu þjónustu
Þar velur þú Erfðaráðgjöf
Óska eftir þjónustu


Svara spurningarlista
Nauðsynlegt er að þú svarir spurningarlista sem berst í appinu, skömmu síðar svo að beiðni þín verði tekin fyrir. Spurningarlistann finnur þú undir
Samskipti
Spurningalistar
Opna spurningarlista

Þegar beiðni og spurningarlisti hefur verið móttekin, verður farið yfir beiðnina með tilliti til þess hvort þér býðst tími eða ekki.
Ekki eru alltaf forsendur til að bjóða erfðaráðgjöf. Allar beiðnir sem berast verða teknar fyrir. Haft verður samband með næstu skref.
Í appinu velur þú
Samskipti
Óska eftir þjónustu
Veldu deild
Þar velur þú Transteymi
Óska eftir þjónustu


Svara spurningarlista
Nauðsynlegt er að þú svarir spurningarlista sem berst í appinu, skömmu síðar svo að beiðni þín verði tekin fyrir. Spurningarlistann finnur þú undir
Samskipti
Spurningalistar
Opna spurningarlista

Þegar beiðni og spurningarlistinn hefur verið móttekinn færðu skilaboð þess efnis.
Bið eftir fyrsta viðtali er vanalega minni en 3 mánuðir.
Eftir að bókaður hefur verið tími fyrir þig
færðu skilaboð í gegnum heilsuveru og þú getur séð tímabókun í Landspítalaappinu.
verður sendur spurningalisti til þín nokkrum dögum fyrir tímabókun sem þú þarft að fylla út áður en þú kemur í fyrsta viðtal.
Þú færð tilkynningu í appið þegar nýr spurningalisti hefur verið sendur. Allir spurningalistar birtast undir:
Samskipti
Spurningarlistar
Hafi spurningalista ekki verið svarað innan þriggja daga frá því hann var sendur fær notandi í appinu tilkynningu þar sem minnt er á að svara.
Ósvaraðir spurningalistar eru birtir í 90 daga, eftir það hverfa þeir úr appinu. Hægt er að skoða svaraða spurningalista.
