Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Persónuverndarstefna

Persónuvernd á Landspítala

Persónuvernd er grundvallarþáttur í allri starfsemi Landspítala. Starfsfólki spítalans ber að virða mannhelgi allra einstaklinga sem leita til spítalans eða starfa þar. Landspítali veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu sem aðalsjúkrahús landsins í samræmi við lög nr. 40/2007 um heilbrigðisþjónustu. Spítalinn sinnir jafnframt starfsnámi heilbrigðisnema, veitir sérmenntun heilbrigðisstarfsfólks, tekur þátt í umfangsmiklu vísindastarfi og starfrækir blóðbanka.

Persónuverndarstefna Landspítala

Persónuverndarstefnu Landspítala er ætlað að veita heildaryfirlit yfir vinnslu persónuupplýsinga á Landspítala og hvaða lagaheimildir gilda um þá vinnslu samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (hér eftir nefnd persónuverndarlög) og þeim sérlögum sem gilda um starfsemi spítalans.

Persónuverndarstefna Landspítala