Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Umhverfisstefna og markmið

Það er stefna Landspítala að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og hafa samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi við ákvörðunartöku og í daglegu starfi.

Umhverfisstefna Landspítala

Umhverfisstefnan er leiðarvísir að þessari framtíðarsýn. Ýmis skref hafa verið stigin í átt að umhverfisvænni Landspítala síðan stefnan var sett 2012 og fjölgar þeim jafnt og þétt.

Sjá nánar í umhverfisstefnu Landspítala

Áætlun Landspítala í umhverfismálum 2023-2035

Áætlunin sýnir áframhaldandi metnaðarfull markmið um samdrátt í losun kolefnisspors spítalans komandi ár. Aðgerðir áætlunarinnar um 60 og falla í þrjá áhersluflokka;

  • kolefnishlutlaus heilbrigðisþjónusta

  • enginn úrgangur

  • heilbrigt umhverfi

Sjá nánar um loftslagsmarkmið og áætlun Landspítala í umhverfismálum 2023-2025.

Kolefnisjöfnun

Landspítali hefur lagt áherslu á að koma í veg fyrir losun koltvísýringsígilda í stað þess að leggja fé í að kolefnisjafna. Á spítalanum eru fjölmörg tækifæri til að draga úr losun og hefur náðst viðurkenndur árangur í að koma í veg fyrir losun til frambúðar, til dæmis með því að:

  • setja upp glaðloftseyðingabúnað

  • hætta að nota svæfingagös með háan hlýnunarmátt

  • hætta að nota olíuketil til orkuframleiðslu

  • orkuskipti bifreiða

  • efla vistvænar samgöngur

  • auka flokkun úrgangs.

Þessar aðgerðir hafa dregið úr losun um 40% síðustu ár. Fleiri tækifæri eru til að draga úr losun með beinum aðgerðum og verður áfram áhersla á það í stað kolefnisjöfnunar.

Umhverfisáhrif

Landspítali er einn stærsti vinnustaður landsins með rúmlega 5 þúsund starfsmenn.

Starfsemin er fjölbreytt og umfangsmikil, allt frá innkaupum og byggingarframkvæmdum til ýmiss konar rannsókna og meðferða í heilbrigðisvísindum.

Dæmi um umhverfisáhrif

Spítalinn gegnir mikilvægu hlutverki fyrir heilsu fólksins í landinu en starfsemi hans hefur líka í för með sér heilmikil áhrif á umhverfið. Sem dæmi má nefna að daglegt starf á spítalanum krefst:

  • mikilla flutninga og ferða

  • töluvert fellur til af úrgangi

  • notuð eru lyf og varasöm efni

  • mikið er keypt af vörum og þjónustu

  • tækjabúnaður krefst mikils rafmagns

  • notaðar eru margvíslegar einnota vörur og umbúðir

Allt hefur þetta áhrif á umhverfi og heilsu með einum eða öðrum hætti.

Dregið úr umhverfisáhrifum

Undanfarin ár hefur verið unnið ötullega að verkefnum sem draga úr umhverfisáhrifum.

  • Áhersla hefur verið á að vinna með starfsmönnum, hagsmunaaðilum og að deila reynslu spítalans.

  • Starfsmenn hafa verið ötulir liðsmenn, tekið breytingum fagnandi og átt margar góðar hugmyndir.

  • Reynt er að gera hlutina sem einfaldasta og skýra sé þess kostur, þannig að auðvelt sé að vera umhverfisvænn.

Viðurkenningar og vottanir

Landspítali er aðili að eftirfarandi samtökum á sviði umhverfismála: