Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Hlutverk, áherslur og framtíðarsýn

Hlutverk Landspítala

Landspítali er

  • þjóðarsjúkrahús sem veitir bæði almenna og sérhæfða sjúkrahúsþjónustu.

  • háskólasjúkrahús og vettvangur starfsnáms, sérmenntunar og vísindastarfs.

  • kjölfesta íslenska heilbrigðiskerfisins.

  • býður upp á lifandi starfsumhverfi og starfsþróun.

Framtíðarsýn

  • Landspítali veitir framúrskarandi heilbrigðisþjónustu í fjölbreyttu og sístækkandi samfélagi og lagar sig að breytilegum þörfum sjúklinga og aðstandenda þeirra.

  • Landspítali er miðstöð nýsköpunar, vísinda og menntunar á sviði heilbrigðisþjónustu og þróar sífellt nýjar lausnir til að mæta áskorunum samtímans.

  • Landspítali er eftirsóknarverður vinnustaður sem laðar til sín og heldur í hæft starfsfólk á öllum starfssviðum spítalans.

  • Landspítali hefur aðbúnað, fjármögnun og stuðning til að geta sinnt hlutverki sínu með sóma.

Gildi

  • Umhyggja - Við berum umhyggju fyrir sjúklingum, aðstandendum, samstarfsfólki og samfélagi okkar.

  • Öryggi - Við tryggjum öryggi sjúklinga og starfsmanna.

  • Fagmennska - Við höfum fagmennsku að leiðarljósi í öllum okkar störfum.

  • Framþróun - Við vinnum að stöðugum umbótum og nýtum gagnreynda þekkingu og viðeigandi tækni.

Áherslur í starfi Landspítala