Heimsóknartímar og bílastæði
Efnisyfirlit
Heimsóknartímar
Ef þið eruð með einkenni öndunarfærasýkingar, skal fresta heimsókn. Ef nauðsynlegt er að koma, notið grímu og hreinsið hendur fyrir og eftir heimsókn.
Almennir heimsóknartímar á legudeildir
Virka daga frá 16:30 til 19:30
Um helgar og hátíðisdaga frá 14:30 til 19:30
Deildir geta verið með aðra heimsóknatíma. Sjá upplýsingar á síðum deilda.
Engar heimsóknir leyfðar á lokaðar deildir
Almennt eru heimsóknir ekki leyfðar á lokaðar deildir eins og:
Bráðamóttöku í Fossvogi
Fæðingarvakt, Meðgöngu- og sængurlegudeild
Vökudeild
Viðvera annarra aðstandenda en foreldra á þessum deildum er aðeins heimil í sérstökum tilvikum og þá með leyfi stjórnenda.
Í gildi á Landspítala frá 6. ágúst 2024
