Heimsóknartímar og bílastæði
Efnisyfirlit
Bílastæði
Á helstu starfsstöðvum Landspítala eru um 2.190 bílastæði fyrir sjúklinga, aðstandendur, starfsfólk, nemendur, verktaka og aðra gesti. Því miður duga stæðin ekki fyrir alla, sérstaklega á álagstímum.
Til að tryggja að þú komist tímanlega í bókaðan tíma eða aðra þjónustu á Landspítala mælum við með því að nýta aðra ferðamáta en einkabíl sé þess einhver kostur. Til dæmis að fá far hjá vini eða fjölskyldumeðlim, nýta deilibíl, leigubíl eða Strætó. Það getur tekið tíma að finna bílastæði og stundum þarf að leggja utan lóðar spítalans.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru gjaldfrjáls og staðsett við alla helstu innganga. Bílastæðasjóður og lögregla geta óskað eftir að skoða P-merki í framrúðu. Ef merki er útrunnið eða ógilt er heimilt að leggja sekt á ökutækið.
Vinsamlegast athugaðu að lögregla og Bílastæðasjóður hafa heimild til að sekta fyrir stöðubrot á lóðum spítalans. Ökutæki sem hindra akstursleiðir eða aðgengi geta verið dregin í burtu án tafar, á kostnað eiganda.
Bílastæði við starfsstöðvar Landspítala
Bílastæðin á Hringbraut eru 1096 talsins og eru gjaldskyld alla virka daga frá kl: 08 -16.
Bílastæðin eru þjónustuð af Green Parking.

Litamerking bílastæða
Rauð stæði eru skammtímastæði og eru frátekin fyrir sjúklinga, aðstandendur og aðra gesti.
Blá stæði eru langtímastæði og eru frátekin fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk sem þarf að leggja til lengri tíma.
Græn stæði eru einungis fyrir starfsfólk.
Gul svæði er einungis fyrir vörumóttökur, þjónustubíla Landspítala og aðkoma fyrir neyðarbíla.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
P-stæði hreyfihamlaða eru við helstu innganga og eru gjaldfrjáls.
Gjaldskrá
Tímagjald er 230 kr per klst.
Vinsamlegast athugið að ekki er mögulegt að greiða með peningum.
Hægt að greiða með korti fyrir viðveru í greiðsluvélum við helstu innganga spítalans: Eiríksgata, Eirberg (HÍ), Geðdeild, Læknagarður (HÍ), Barnaspítali, Kvennadeild, Kringla og K-bygging.
Hægt að greiða fyrir viðveru með Parka eða EasyPark en með greiðslu í snjallforriti leggst ofan á færslugjald sem er 80-90 kr hjá Parka og 10-15% af heildarviðverugjaldi (þó að lágmarki 75 kr) hjá EasyPark.
Ef ekki er greitt fyrir viðveru er lagt á 4.500 kr vangreiðslugjald sem birtist inn á heimabanka eiganda ökutækis.
Varðandi andmæli vegna vangreiðslugjalda skal fara inn á greenparking.is og senda inn andmæli eða hafa samband í netspjalli.
Deilibílar og rafskútur
Bílastæði fyrir deilibíl HOPP er staðsett við K-byggingu.
HOPPspott fyrir rafskútur eru staðsett við aðalinnganga.
Strætóleiðir
BSÍ (Gamla Hringbraut): leið 1, leið 3, leið 5, leið 8, leið 15
Sjúkrahótel: Leið 5, leið 15
Læknagarður: Leið 1, leið 3, leið 6
sjá nánar: Forsíða – Strætó
Bílastæðin í Fossvogi eru 610 talsins og hluti af þeim eru gjaldskyld alla virka daga frá kl: 8 - 16.
Gjaldskyld bílastæði eru þjónustuð af Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar.

Litamerking bílastæða
Rauð stæði eru skammtímastæði og gjaldskyld. Þau eru frátekin fyrir sjúklinga, aðstandendur og aðra gesti.
Blá stæði eru langtímastæði og eru frátekin fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk sem þarf að leggja til lengri tíma.
Græn stæði eru einungis fyrir starfsfólk.
Gul svæði er einungis fyrir vörumóttökur, þjónustubíla Landspítala og aðkoma fyrir neyðarbíla.
Stranglega bannað er að leggja við eða á þyrlupalli við spítalann eða leggja þannig að það hindri aðkomu sjúkrabíla að þyrlupalli. Ökutæki verða dregin í burtu á kostnað eiganda.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
P-stæði hreyfihamlaða eru við helstu innganga og eru gjaldfrjáls.
Gjaldskrá og greiðslumáti
Tímagjald er 230 kr per klst.
Greiðsluvélar eru utandyra og hægt að greiða með pening eða korti.
Hægt að greiða fyrir viðveru með Parka eða EasyPark en með greiðslu í snjallforriti leggst ofan á færslugjald sem er 80-90 kr hjá Parka og 10-15% af heildarviðverugjaldi (þó að lágmarki 75 kr) hjá EasyPark.
Ef ekki er greitt í stæði legst á stöðumælasekt fyrir 4.500 kr.
Deilibílar og rafskútur
Bílastæði fyrir deilibíl HOPP og HOPPspott fyrir rafskútur eru staðsett við aðalinngang.
Strætóleiðir
Landspítali Fossvogi: Leið 13
Borgarspítalinn: Leið 2, leið 11, leið 14, leið 18
Fossvogur: Leið 1, Leið 2, Leið 4
sjá nánar: Forsíða – Strætó
Bílastæðin við Eiríksstaði eru 60 talsins og eru gjaldskyld alla virka daga frá kl 8 - 16.
Gjaldskyld bílastæði eru þjónustuð af Bílastæðasjóð Reykjavíkurborgar.

Litamerking bílastæða
Rauð stæði eru skammtímastæði og eru einungis frátekin fyrir sjúklinga sem eiga bókaða tíma.
Gul svæði er einungis fyrir vörumóttökur, þjónustubíla Landspítala og aðkoma fyrir neyðarbíla
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
P-stæði hreyfihamlaða eru við helstu innganga og eru gjaldfrjáls
Gjaldskrá og greiðslumátar
Greiðsluvélar eru utandyra og hægt að greiða með pening eða korti.
Hægt að greiða fyrir viðveru með Parka eða EasyPark en með greiðslu í snjallforriti leggst ofan á færslugjald sem er 80-90 kr hjá Parka og 10-15% af heildarviðverugjaldi (þó að lágmarki 75 kr) hjá EasyPark.
Ef ekki er greitt í stæði leggst á stöðumælasekt fyrir 4.500 kr.
Deilibílar og rafskútur
HOPPspott fyrir rafskútur er staðsett við aðalinngang.
Strætóleiðir
Gamla Hringbraut: Leið 1, leið 3, leið 5, leið 8 og leið 15
Sjúkrahótel: Leið 5 og leið 15
Skeggjagata: Leið 6, leið 11, leið 13, leið 18
Bílastæðin við Landakot eru 40 talsins og eru lokuð almenningi með fellihliði.
Aðstandendur geta lagt í nærliggjandi bílastæði sem eru rekin af Bílastæðasjóð Reykjavíkurborgar.

Litamerking bílastæða
Gul svæði er einungis fyrir vörumóttökur, þjónustubíla Landspítala og aðkoma fyrir neyðarbíla.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
P-stæði hreyfihamlaða eru við helstu innganga og eru gjaldfrjáls.
Deilibílar og rafskútur
HOPPspott fyrir rafskútur er staðsett við aðalinnganga.
Strætóleiðir
Landakot: Leið 13
Mýrargata: Leið 3
Reynimelur: Leið 15
Ráðhúsið (leiðir sem koma frá Skúlagötu): Leið 1, leið 2 og leið 6
Bílastæðin við Landspítala á Grensás eru 76 talsins og eru gjaldfrjáls.

Litamerking bílastæða
Gul svæði er einungis fyrir vörumóttökur, þjónustubíla Landspítala og aðkoma fyrir neyðarbíla.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
P-stæði hreyfihamlaða eru við helstu innganga.
Strætóleiðir
Álmgerði: Leið 2, leið 18
Bílastæðin við Klepp eru 72 talsins og eru gjaldfrjáls.

Litamerking bílastæða
Gul svæði er einungis fyrir vörumóttökur, þjónustubíla Landspítala og aðkoma fyrir neyðarbíla.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
P-stæði hreyfihamlaða eru við helstu innganga
Strætóleiðir
Sægarðar: Leið 12 og leið 16
Bílastæðin við Barna- og unglingageðdeild eru 78 talsins og eru gjaldfrjáls.

Litamerking bílastæða
Gul svæði er einungis fyrir vörumóttökur, þjónustubíla Landspítala og eru aðkoma fyrir neyðarbíla.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
P-stæði hreyfihamlaða eru við helstu innganga.
Stöðubrot
Lögregla og Bílastæðasjóður hafa heimild til þess að sekta fyrir stöðubrot á lóðinni.
Ef bílar hindra akstursleiðir eru þeir dregnir í burtu á kostnað eiganda ökutækis.
Strætóleiðir
Dalbraut: Leið 12
Laugarásvegur: Leið 14
Bílastæði við Líknardeild og Rjóður eru 41 talsins.

Litamerking bílastæða
Gul svæði er einungis fyrir vörumóttökur, þjónustubíla Landspítala og aðkoma fyrir neyðarbíla.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
P-stæði hreyfihamlaða eru við helstu innganga.
Stöðubrot
Lögregla hefur heimild til þess að sekta fyrir stöðubrot á lóðinni.
Ef bílar hindra akstursleiðir eru þeir dregnir í burtu á kostnað eiganda ökutækis.
Strætóleiðir
Hamraborg: Leið 1, leið 2, leið 4, leið 28, leið 35 og leið 36
Kópavogsdalur: Leið 1, leið 2
Bílastæðin við Skaftahlíð 24 eru 101 talsins og eru gjaldfrjáls.

Litamerking bílastæða
Gul svæði er einungis fyrir vörumóttökur, þjónustubíla Landspítala og aðkoma fyrir neyðarbíla.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
P-stæði hreyfihamlaða eru við helstu innganga og eru gjaldfrjáls.
Stöðubrot
Lögregla og Bílastæðasjóður hafa heimild til þess að sekta fyrir stöðubrot á lóðinni.
Ef bílar hindra akstursleiðir eru þeir dregnir í burtu á kostnað eiganda ökutækis.
Deilibílar og rafskútur
HOPPspott fyrir rafskútur er staðsett við aðalinngang.
Strætóleiðir
Hlíðar: Leið 1, leið 3, leið 6, leið 55
Athugið: Blóðgjöf við Snorrabraut verið lokað. Blóðgjöfum er bent á að fara í blóðgjöf í nýjum blóðbanka í Kringlunni.
Blóðbankinn Kringla: Fjöldi bílastæða eru við Kringluna og þau eru gjaldfrjáls.
Inngangur að Blóðbanka er við World Class á 2.hæð. Blóðbankinn er staðsettur í Stóra turni, 5 hæð og hefur lyftuaðgengi sem er staðsett á gangi við hlið verslunar Júník á 2.hæð.
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða
P-stæði hreyfihamlaða eru við helstu innganga og eru gjaldfrjáls.
Deilibílar og rafskútur
HOPPspott fyrir rafskútur er staðsett við aðalinnganga.
Strætóleiðir
Kringlumýrarbraut: Leið 1, leið 4, leið 55
Versló: Leið 14
Kringlan (Miklabraut): Leið 3, leið 6
Sjá nánari upplýsingar um Blóðbankann
