Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Heimsóknartímar og bílastæði

Bílastæði

Á helstu starfsstöðvum Landspítala eru um 2.190 bílastæði fyrir sjúklinga, aðstandendur, starfsfólk, nemendur, verktaka og aðra gesti. Því miður duga stæðin ekki fyrir alla, sérstaklega á álagstímum.

Til að tryggja að þú komist tímanlega í bókaðan tíma eða aðra þjónustu á Landspítala mælum við með því að nýta aðra ferðamáta en einkabíl sé þess einhver kostur. Til dæmis að fá far hjá vini eða fjölskyldumeðlim, nýta deilibíl, leigubíl eða Strætó. Það getur tekið tíma að finna bílastæði og stundum þarf að leggja utan lóðar spítalans.

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru gjaldfrjáls og staðsett við alla helstu innganga. Bílastæðasjóður og lögregla geta óskað eftir að skoða P-merki í framrúðu. Ef merki er útrunnið eða ógilt er heimilt að leggja sekt á ökutækið.

Vinsamlegast athugaðu að lögregla og Bílastæðasjóður hafa heimild til að sekta fyrir stöðubrot á lóðum spítalans. Ökutæki sem hindra akstursleiðir eða aðgengi geta verið dregin í burtu án tafar, á kostnað eiganda.

Bílastæði við starfsstöðvar Landspítala