Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Landspítali Forsíða
Landspítali Forsíða

Landspítali

Sjúkrahótel Landspítala

Sjúkrahótel Landspítala er staðsett við spítalann við Hringbraut (sjá kort), á móti kvennadeild.

Sjúkrahótelið er með 75 herbergjum, þar á meðal aðgengileg herbergi fyrir hreyfihamlaða og stærri fjölskylduherbergi. Sjúkrahótelið tengist spítalanum með göngum í kjallara.

Heimsóknartímar eru þeir sömu og á Landspítala og starfsmaður er í móttöku allan sólarhringinn.

Gestir hafa aðgang að veitingasal, setustofum og sólstofu.

Fyrir hverja?

Sjúkrahótelið er fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra, sem þurfa að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna, meðferðar eða annarar heilbrigðisþjónustu.

Skilyrði

Gestir sjúkrahótels þurfa að:

  • hafa lokið meðferð á legudeild og teljast í stöðugu líkamlegu og andlegu ástandi.

  • vera sjálfbjarga og geta sinnt athöfnum eins og að klæðast, huga að eigin hreinlæti, nota salerni og sækja mat og drykk.

  • geta farið sjálfir í og úr rúmi eða á salerni. Þeir sem þurfa hjálp verða að hafa aðstandanda með sér til öryggis.

  • hafa með sér eigin hjálpartæki (hjólastóla, göngugrindur og hækjur).

  • koma með eigin lyf, en geta fengið aðstoð hjúkrunarfræðinga varðandi lyf og lyfjagjafir.

Lengd dvalar

  • Dvalartími miðast við meðferðarþörf og fjarlægð frá heimabyggð.

  • Hámarksdvöl er 21 dagur.

Dvalarkostnaður

  • Kostnaður fyrir sjúklinga er 1.890 krónur á sólarhring.

  • Kostnaður fyrir aðstandendur er 6.860 krónur á sólarhring.

  • Ósjúkratryggðir einstaklingar greiða 41.395 krónur á sólarhring fyrir dvöl miðað við 1 gest í herbergi og 49.273 krónur á sólarhring ef tveir gestir eru í herbergi.

  • Börn sem sjúklingar greiða ekkert fyrir dvöl.

    • Fyrsti fylgdarmaður borgar ekkert fyrir dvöl en greiðir fæðisgjald sem er 4.790 krónur á sólarhring.

    • Annar fylgdarmaður borgar fyrir dvöl og fæði, 6.628 krónur á sólarhring

  • Börn sem fylgdarmenn frá 1-13 ára aldri greiða hálft fæðisgjald sem er 1.889 krónur á sólarhring en ekkert dvalargjald.

Innifalið er fullt fæði sem eldað er á staðnum. Ekki er hægt að undanskilja fæði frá sólarhringsgjaldi.

Beiðni um dvöl

Meðferðaraðili sendir beiðni um dvöl á sjúkrahóteli fyrir sjúkling.

Aðstaða og þjónusta