Sjúkrahótel og íbúðir
Íbúðir fyrir sjúklinga og aðstandendur
Sjúklingum og aðstandendum þeirra standa til boða nokkrar íbúðir. Vinsamlegast hafið samband við eftirtalda aðila til að fá upplýsingar:
Krabbameinsfélag Íslands og fleiri félög
Krabbameinssjúkum og aðstandendum utan af landi, býðst til leigu 8 íbúðir að Rauðarárstíg 33 á meðan meðferð stendur yfir.
Sótt er um í móttöku Geislameðferðardeildar í síma 543 6800.
Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og Barnaspítali Hringsins
Foreldrum og aðstendendum barna búsettum á landsbyggðinni býðst íbúð til leigu á meðan barn þeirra dvelur á Landspítala.
Sótt er um með að senda tölvupóst á mottakabh@landspitali.is, þar sem fram kemur:
Nafn og kennitala
Heimilisfang, póstnúmer og staður
Símanúmer og netfang
Nafn og kennitala barns
Fjöldi fullorðna, barna og ungbarna
Tímabil
Aðrar athugasemdir, til dæmis hvort óskað sé eftir lyftuhúsnæði
